Kennaranám fyrsta stig

Screenshot 2019-02-28 at 12.22.04Námið er viðurkennt af Yoga alliance – alþjóðlegum samtökum jógakennara.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námsgjalda fyrir sína félagsmenn. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Kennaranám í Kundalini jóga er ferðalag sem veitir þér nýja sýn á sjálfa-n þig og lífið. Hvort sem þú hefur áhuga á að dýpka þína eigin upplifun og skilning á Kundalini jóga eða vilt öðlast jógakennararéttindi þá er þetta tækifæri til að virkja kraftinn sem býr innra með þér.

Kennaranámið gefur þér grunn að árangursríkri jógaiðkun fyrir lífstíð og eykur starfsmöguleika hvar sem er í heiminum.

Nánari upplýsingar: andartak hjá andartak.is 

Umsagnir nemenda:

Hvað segja nemendur um námið? Umsagnir nemenda.

IMG_0449Í gegnum þetta umbreytandi nám getur þú:

 • öðlast skilning á undirstöðu fyrir þá öflugu tækni sem kundalini jóga býr yfir
 • umbreytt sjálf-ri/um þér og lífi þínu
 • ræktað hæfileika þína, sjálfstraust og meðvitund til að verða Kundalini jógakennari og leiðtogi á umbreytingartímum
 • tileinkað þér daglega andlega iðkun (sadhana) til að lifa í hærri vitund
 • lært aðferðir til að vera í núinu. Okkur hættir oft til að fara meðvitundarlaus í gegnum lífið.

„Þekking verður aðeins raunveruleg viska þegar þú upplifir hana af öllu hjarta og allri verund þinni.“ 

 • Þú lærir um:
 • Orkustöðvarnar
 • Möntrur
 • Uppruna jóga
 • Kundalini-leiðina
 • Jógískan lífsstíll (mataræði og rytma)
 • Asana og kriya (jógastöður og æfingar)
 • Pranayama (öndunaræfingar)
 • Hugleiðslu
 • Mannspeki (samskipti og kynferði)
 • Sálina; fæðingu, karma, dharma
 • Patanjali (jógíska heimspeki)
 • Dauðann og það að deyja.
 • Djúpslökun og sjálfsstjórn

Námstilhögun:

Kennt verður í tvo til þrjá daga í senn yfir helgi, einu sinni í mánuði – fyrir utan ein löng 5 daga helgi úti á landi. Námskeiðið dreifist yfir árið frá september til maí

IMG_3016Kennarar í náminu:

Kennt verður bæði á íslensku og ensku.  Kennarar eru hópur kennara bæði héðan frá Íslandi og víðar að úr heiminum. Kennarar í náminu

Nánari upplýsingar gefur Guðrún Darshan: andartak@andartak.is og í s:8962396 

Í þessu námi sem dreifist yfir átta mánuði lærir þú að höndla breytingarnar sem nú standa yfir á hinu hnattræna orkusviði. Til þess að geta það þarftu að kunna að beina athyglinni að innkirtla- og taugakerfinu, læra aðferðir til að næra það og viðhalda svo það starfi af fullum krafti. Þú lærir hvernig þú getur fylgst daglega með nauðsynlegu jafnvægi í líkamsstarfseminni, tengingunni milli huga, líkama, tilfinninga og anda. Þetta nám gerir þig meðvitaða(n) um þá næmni sem allir þurfa á að halda þegar hin i Nýa Öld gengur í garð.

Við lifum í menguðu umhverfi, í samfélagi þar sem áhersla er á deyfandi lyf og skammtíma kreppulausnir þar sem innri víddir manneskjunnar eru að engu hafðar. Þessar röngu áherslur hafa skapað miklar þjáningar. Undirmeðvitundin er í aðalhlutverki og við gerum okkur enga grein fyrir því hvernig við meðtökum lífið. Við leitum svara í fortíðinni við nútíð og framtíð án þess að sjá að fortíðin er ekki til nema sem hugarburður í undirmeðvitund okkar. Við festumst í þessu fari og það myndast stífla á leið okkar fram á við. Kundalini jóga gefur okkur tæknilega færni til að meðhöndla undirmeðvitundina, bæði fyrir einstaklinga og samfélag. Við lærum að hreinsa undirmeðvitundina til að gera ekki sömu mistökin aftur og aftur og hætta að lifa okkur inn í sársauka sem tilheyrir fortíðinni. Þetta er mikilvægasti lærdómur okkar tíma.

SJORE_04092014_MG_7659_PPFyrsti nemandinn sem þú færð til að kenna ert þú sjálf(ur). Og eins og loginn á einu kerti getur kveikt á þúsund kertum, þá verður þú fyrst að kveikja á þinni eigin vitund. Vektu þína eigin meðvitund. Þá geturðu hjálpað öðrum. Þá geturðu þjónað öðrum og lagt þitt af mörkum. Þú getur lagt fram þinn skerf til að hjálpa mannkyninu að stíga inn í Nýja Öld og láta drauminn um heimsfrið rætast.

Dragðu djúpt inn andann. Hlustaðu á þína eigin sál. Gríptu þetta tækifæri.
Þú átt það skilið. Það bíða margir eftir þinni hjálp.

Hér eru nokkur dæmi um ávinning af náminu;

IMG_0472Persónulegur þroski
Styrkir jógaiðkun / hugleiðslu
Kennir okkur að breyta vanamynstrum
Aukið sjálfstraust
Bætt sjálfsþekking
Hugleiðsla til að hreinsa undirvitund og kyrra hugann
Lærum að styrkja taugakerfið
Við lærum að auka langlífi líkama og heila
Öðlast tæki til að höndla streitu
Auka vellíðan og styrkja geislalíkamann
Innri friður og ró
Umhverfi sem styður þig gegnum breytingar
Nærir samkennd
Tengir þig við og dýpkar sambandið við sálina
Styrkir allar orkustöðvar
Jóga / hugleiðsla fyirr ákveðin heilsumarkmið
Dýpkar upplifun á jóga og hugleiðslu
Lærum að kenna í styrkjandi umhverfi
Kynnast tækifærum til að kenna Kundalini jóga
Færir þig frá þvi að vera nemandi og í það að vera kennari
Lærum að anda og kenna öndun
Aukin meðvitund um öndunina
Hreinsa blóðið og beinmerginn
Læra að slaka á
Bætt samskipti

IMG_0431Hægt er að senda póst á andartak@andartak.is til ef einhverjar spurningar vakna.

Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námsgjalda fyrir sína félagsmenn. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.