Jóga er dásamleg gjöf

Jóga er gjöf sem heldur áfram að gefa.

Námskeið Andartaks á nýju ári:

Stærri en streitan:  8 vikna námskeið. Mánudaga kl 17.15. Námskeiðið er haldið í Bústaðakirkju. Einnig er hægt að taka þátt í gegn um netið. Hver tími er tekinn upp svo hægt er að iðka heima að vild á milli tíma.

Öndun, líkamlegar æfingar og hugleiðsla sem hjálpa líkamanum að losa um spennu, draga úr kvíða og auka innri vellíðan. Við vinnum í að styrkja tauga-, innkirtla og ónæmiskerfi og auka samhæfingu þeirra. Árangurinn er bættur svefn og aukinn  hæfileiki til að takast á við streitu á jákvæðan og uppbyggjandi hátt.  Nánar hér: Vertu stærri en streitan

Vökvaðu draumana þína. Grasið er alltaf grænna þar sem þú vökvar það. Hvað vilt þú vökva á nýju ári? Hálfsdags námskeið laugardaginn 15. janúar kl 9.30-13.30. Nánar hér: Vökvaðu draumana þína

Comments are closed.