Jóga eftir páska

Þegar vorið nálgast er gott að byrja að vekja líkamann af vetrardvalanum með því að anda djúpt og hreyfa við orkuflæðinu

Hér að neðan er hægt að skoða yfirlit yfir námskeiðin okkar eftir páska. Jógatímar hefjast aftur að nýju fimmtudaginn 5. apríl og mánudaginn 9. apríl. Allir velkomnir að koma í prufutíma, bæði á fimmtudaginn og á mánudaginn.

Lífsorka, hamingja og hugleiðsla

Kundalini jóga fyrir innri styrk og jafnvægi í daglegu lífi. Fjölbreyttir tímar í kundalini jóga – jóga upplifunar.

Jóga, slökun og hugleiðsla. Við sækjum í viskubrunn Kundalini jóga og innra með okkur sjálfum. Við lærum leiðir til þess að kynda undir lífsorkuna og finna friðsældina innra með okkur mitt í amstri dagsins.

Mánudagar og fimmtudagar kl 17.15 í safnaðarheimili Bústaðakirkju (gengið inn neðan við kirkjuna). Val er um að koma einu sinni eða tvisvar í viku. Nánar um námskeiðið hér. Skráning hér

Djúpslökun og hugleiðsla

Námskeið með áherslu á að endurnærast og kynnast töfraheimum hugleiðslu og kyrrð hugans.

Á þessu námskeiði ætlum við að njóta þess að vera leidd inn í djúpa og endurnærandi slökun og gefum þannig líkamanum færi á að græða sig sjálfan og finna farveg fyrir orkuflæði þar sem stíflur hafa myndast.

6 vikna námskeið – einu sinni í viku hefst mánudaginn 9. apríl. Mánudaga kl 19-20
Skráning hér / Sjá nánar um námskeiðið hér