Jóga á nýju ári

????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????Jógadagskráin okkar núna í janúar:

Lífsorka, hamingja og hugleiðsla: Kundalini jóga fyrir innri styrk og jafnvægi í daglegu lífi. Fjölbreyttir tímar í kundalini jóga – jóga upplifunar. Mán og fim kl 17.15 í safnaðarheimili Bústaðakirkju (gengið inn neðan við kirkjuna). Val er um að koma einu sinni eða tvisvar í viku. Jóga, slökun og hugleiðsla. Nánar hér: Lífsorka, hamingja og hugleiðsla
Við sækjum í viskubrunn Kundalini jóga og innra með okkur sjálfum. Við lærum leiðir til þess að kynda undir lífsorkuna og finna friðsældina innra með okkur mitt í amstri dagsins.

Djúpslökun og Gong: Námskeið með áherslu á að endurnærast og kynnast töfraheimum hugleiðslu og kyrrð hugans. Einu sinni í viku: Mánudaga kl 18.50-19.50. Nánar hér: Djúpslökun og Gong

Gleðilegt ár!

Nýtt ár 2019 er framundan með ný ævintýri og ný verkefni að takast á við. Ný tækifæri og ný fyrirheit. Ég settist niður á gamlárskvöld með fjölskyldunni og við skoðuðum hvað okkur fannst standa upp úr fyrir nýliðið ár og hvað við vildum hafa að leiðarljósi fyrir komandi ár.

Ég ákvað að hafa hjartað mitt að leiðarljósi á þessu komandi ári. Að gefa mér tíma til að hlusta á hjartað þegar ég er of hörð við sjálfa mig. Áður en ég svara án þess að hugsa og segi eitthvað sem ég sé eftir seinna. Að sýna sjálfri mér samkennd og hlýju og þá um leið get ég átt upplyftandi samskipti við aðra í kringum mig.

Það að elska sjálfa mig þýðir líka að ég geri mitt til að fyrirbyggja að ég festist í viðjum vanans. Samkennd með sjálfri mér kallar á líka á staðfestu. Að gefast ekki upp þó að á móti blási. Að halda áfram að vökva draumana mína í gegnum súrt og sætt.

Hægt er að lesa pistilinn í heild sinni hér

Comments are closed.