Lífið í jafnvægi

FERÐALAG UM ORKUSTÖÐVARNAR

Skemmtilegt og eflandi ferðalag þar sem að staldrað er við hverja orkustöð og unnið með æfingar og hugleiðslur sem stuðla að auknu jafnvægi, meiri styrk og bættum hæfileika til að slaka á og njóta. Tímarnir eru blanda af jógaiðkun, hugleiðslu og slökun.

 

Hefst 19. september. 

Hver orkustöð er eins og spegill sem sýnir þér hvernig þú upplifir þig og umheiminn. Ójafnvægi í hverri orkustöð birtist á mismunandi hátt. Hér eru nokkur dæmi:

Rótarstöð:

  • Áhyggjur, streita og óöryggi
  • Óhelbrigðum venjum og eða fíkn

Magastöð

  • Meltingarvandamál
  • Sterk innri gagnrýni og eða ótti við höfnun
  • Stöðug þreyta

Og á sama hátt ef það ríkir jafnvægi:

Hjartastöð

  • Meira rými fyrir kærleika og  traust á öðru fólki
  • Bættur hæfileiki til að njóta og gefa skilyrðislaust

Iðkun á kundalini jóga er mjög öflug leið til að koma jafnvægi á orkustöðvarnar og til að draga úr streitu.

Verð: 39.000
Innifalið: Vikulegir jógatímar, upptökur eftir hvern tíma, fræðsluefni og spurningar til að velta upp fyrir hverja orkustöð, aðgangur að facebook hóp og stuðningur við að koma þér upp daglegri hugleiðslu – fyrir þá sem vilja.

Val er um að taka þátt í sal eða á Zoom.

Ef þú óskar eftir að skipta greiðslum geturðu skráð þig hér: Skráningarskjal

Námskeiðið er viðurkennt af Virk, starfsendurhæfingu

Orkustöðvarnar

Þegar þú kemur jafnvægi á orkustöðvarnar kemur þú jafnvægi á líf þitt.

Þegar lífsorkan flæðir frjáls upplifum við þolinmæði gagnvart okkur sjálfum og öðrum, sjálfsöryggi og innri stöðugleika. 

Höfuðverkir, einbeitingarskortur og tilfinning fyrir tilgangsleysi eru allt birtingarmyndir á ójafnvægi í orkustöðvum. Á sama hátt eru skýr sýn og stefna, sátt við lífið eins og það er og sjálfsmildi, allt þættir sem endurspegla jafnvægi. 

1. Rótarstöð – öryggi og lífsafkoma
2. Önnur orkustöð – sköpunargleði
3. Naflastöð – Vilji, persónukraftur, sjálfstraust
4. Hjartastöð – Kærleikur og samkennd
5. Hálsstöð – Máttur orðsins – sannleiksást
6. Ennisstöð – Innsæi, viska og einstaklingseðli
7. Hvirfilstöð – Auðmýkt og víðfeðmi

Mannslíkaminn er eins og 72 strengja hljóðfæri og eftir hverjum streng streymir lífsorkan eftir hryggsúlunni. Orkustöðvarnar endurspegla okkar innra jafnvægi. Þær geta kennt okkur að skilja betur hvar stíflurnar okkar liggja og hvað við þurfum að gera til að koma á jafnvægi í lífi okkar og innra með okkur.

Umsagnir

“Yndislegar stundir og góðar æfingar. Ekki of auðvelt. Þægileg tónlist og gongið er alveg frábært. Róandi og gott, góð hreyfing og gott andrúmsloft. Ég hlakka alltaf til að koma.”

SIF SIGFÚSÓTTIR

“Ég naut stundarinnar í tímunum. Skemmtileg fræðsla um orkustöðvarnar, góðar og gagnlegar æfingar. Gott fyrir líkama og sál, kyrrir hugann, eykur orku og lífsgleði.
Það er ómetanlegt að taka skrefið og byrja aftur í kundalini yoga, fagleg og frábær kennsla og utanumhald. Góðar skýringar.

GUÐRÚN ERNA HREIÐARSDÓTTIR

“Heilsu og hugarbætandi á allan hátt. Gott flæði frá byrjun til enda tímans. Góðar æfingar og góð fræðsla. Ég fæ betri hvíld og minni verki. Mjaðmateygjurnar voru frábærar. Ég var búin að vera með verki í mjöðmum eftir óhapp en nú mun betri. Og Gong þykir mér mjög spennandi. ”

ÍRIS REYNISDÓTTIR

Jafnvægi á huga, líkama og sál

Lykillinn að góðu og gleðiríku lífi liggur í því að finna jafnvægi fyrir huga, líkama og sál.
  • Leiðin yfir regnbogabrúna…

    “Jógaheimspekin kennir okkur að snákagyðjan Kundalini standi fyrir þróun lífsorkunnar innra með hverri manneskju. Hún vaknar af svefni sínum í jörðinni til að dansa sér leið í gegn um hverja orkustöð og endurreisa regnbogann sem yfirnáttúrulega brú milli efnis og vitundar.” (Anodea Judith)

Þjónusta sem er í boði

Lífið í jafnvægi

Ferðalag um orkustöðvarnar

Eflandi ferð í átt að aukinni sjálfsþekkingu, andlegum og líkamlegum styrk og bættri orku.

Við stöldrum við hverja orkustöð og vinnum með æfingar og hugleiðslur sem stuðla að auknu jafnvægi, meiri styrk og bættum hæfileika til að slaka á og njóta.

Einkatímar

Fáðu stuðning við að setja heilsu og góða líðan í forgang.

Heildrænt heilsuviðtal, hómópatía, markþjálfun, bowen, jógaþerapía, Fókusing.

Einkatímar og heildræn ráðgjöf sniðin að þínum þörfum. Hafðu samband og við finnum út úr því hvernig við getum best unnið saman.

Blómstraðu á breytingaskeiði

Netnámskeið sem hjálpar þér að endurnýja lífsorkuna,
sofa - og skilja betur breytingaskeiðið.

Fyrir konur sem sem leita náttúrulegra leiða fyrir aukna orku, hormónajafnvægi og góða heilsu. Og sem vilja gera eitthvað sjálfar til að létta á einkennum breytingaskeiðsins.

Skráðu þig á biðlista fyrir næsta námskeið

Svefntruflanir og hitakóf

Sjö vegvísar fyrir vellíðan á breytingaskeiði

  • Lærðu leiðir til að draga úr hitakófi og sofa betur
  • Hitakóf og nætursviti eru ekki það sama. Lærðu að skilja muninn og hvað líkaminn er að segja þér. 
  • Um hvernig mataræði og lífsstíll geta haft áhrif á einkennin þín. 
  • Fáðu dýpri skilning á hormónabreytingunum og hvað þú getur gert