Gjafir myrkursins

Sól, sól! Komdu aftur sól! Þriggja ára dóttursonur minn sat í aftursætinu og fannst myrkrið vera allt of snemma á ferðinni. Og því var ekki hægt að neita. Það væri svo sannarlega vel þegið að fá lengri daga á þessum dimmasta tíma ársins. Svo ræddum við um það hvað myrkrið er líka mikilvægt og að nóttin færir okkur svefninn sem er svo sætur þegar við verðum þreytt.

Þessir stuttu dagar geta reynt á. Margir finna fyrir þreytu og skort á bjartsýni í skammdeginu. En myrkrið hefur líka sína kosti. Á þessum dimmasta tíma ársins færist það sem venjulega hvílir í undirvitundinni, nær yfirborðinu. Það er sagt að skilin á milli heima verði gegnsærri og að við getum betur nálgast það sem annars liggur í dvala í undirvitundinni. Á þessum árstíma höfum við eðlislæga tilhneigingu til að leita inn á við. Ef við hlustum á hana og látum ekki heiminn fyrir utan dáleiða okkur um of, þá getum við nýtt þennan tíma til að tengja við uppsprettuna innra með okkur og til að endurnærast. Við getum treyst því að ljósið kemur alltaf aftur. Þangað til getum við boðið ljósinu innra með okkur að lýsa okkur leiðina.

Í annríkinu sem ríkir í ytri heiminum, getur það gleymst að taka stund til að vera með okkur sjálfum. En sá tími skilar sér fljótt til baka. Við verðum einbeittari og eigum auðveldara með að hvíla í andartakinu sem er að líða. Hvað gerir þú til að næra þig?

Flokkar

Nýjast

Að vingast við streitu

Að vingast við streitu

Dauðsföll, áföll og erfiðir vinnufélagar eru streituvaldar sem við getum ekki ráðið við. En svo eru aðrir streituvaldar sem við getum unnið með. Eins og viðhorf, venjur og viðbrögð okkar í daglegu lífi. Flest vandamál sem við glímum við, hvort sem það eru veikindi eða...

Frí er ekki ávísun á góðan svefn

Frí er ekki ávísun á góðan svefn

Oft hef ég séð það í hyllingum að komast í frí og geta loksins sofið og hvílt mig almennilega. En oftar en einu sinni hefur svefninn versnað til muna eða að minnsta kosti ekki batnað eins og vonir stóðu til. Ég var lengi að átta mig á því að þetta væri ekki tilviljun....

Birta

Birta

Jógaheimspekin býr yfir hugtakinu Sattva sem er einn af þremur eiginleikum lífsins. Sattva merkir ljós eða léttleiki. Birta. Önnur orð sem túlka sattva eru samhljómur, tærleiki, sköpun, jákvæðni og friðsæld. Í jóga viljum við næra Sattva og kveikja ljósflæðið í okkur....

Um mig

Ég heiti Guðrún. Jógakennari, rithöfundur, markþjálfi og hómópati.

Ég elska að skrifa. Skrif hjálpa mér að heyra hvísl lífsins í gegn um skarkala heimsins.

Ég styð fólk í að finna jafnvægi í óstöðugum heimi. Að gefa heilsunni rými og hlusta eftir því sem hjartað býður, fram hjá sjálfsgagnrýni og kröfum umhverfisins. Að horfa út, ekki bara um augun í höfðinu heldur líka augu líkamans. Og að skynja töfrana sem búa í Andartakinu.