Endurheimtu jafnvægi, orku og tengingu við sjálfa þig
Ég heiti Guðrún. Ég styð konur á breytingaskeiði og öðrum umbreytingaskeiðum lífsins í að blómstra og finna sinn takt.
Lífið eftir miðjan aldur færir okkur nýjar áskoranir – sem bjóða okkur að endurskoða, endurforgangsraða og hlusta á okkur sjálfar á nýjan hátt. Þessi tími getur verið tækifæri til að stíga inn í nýjan kafla með hugrekki og sjálfsmildi í farteskinu – að hvíla betur í líkamanum, byggja upp seiglu og skapa meiri sátt og tilgang.
Veldu þá leið sem hentar þér
Bætt líðan á breytingaskeiði
Finndu þinn takt
Frítt þriggja daga netnámskeið
Fyrir konur sem upplifa þreytu, streitu eða svefntruflanir - og vilja endurheimta orku, finna kyrrð og skapa jafnvægi í daglegu lífi.
Persónuleg leiðsögn
Fáðu stuðning við að skapa aukna orku, ró og jafnvægi í daglegu lífi.
Við vinnum út frá þínum þörfum – með hlustun, leiðsögn og heildrænni nálgun sem hjálpar þér að tengjast líkamanum, treysta visku hans og finna þinn takt..
Hafðu samband og við finnum saman leiðina sem styður þig á þessum tíma í lífinu.
Endurheimtu svefninn í vinsemd við líkamann
Verður í boði aftur fljótlega
Frítt námskeið fyrir konur á miðjum aldri sem glíma við svefntruflanir.
Skráðu þig á biðlista og fáðu að fylgjast með næsta námskeiði
Listin að umfaðma
breytingar
-
Breytingar kalla oft á stuðning og nýjar leiðir
-
Þær bjóða okkur að hægja á, hlusta inn á við og skapa meira rými fyrir sátt og dýpri tilgang..
-
Breytingaskeiðið er náttúrulegt ferli en, ekki sjúkdómur.
-
Ef þú vinnur með breytingunum og ekki gegn þeim þá áttu eftir að uppgötva að þær færa þér tækifæri til að vaxa, læra nýja hluti um sjálfa þig og styrkja bæði líkama og huga.
-
Líkaminn kann þá list að sigla í gegn um breytingar betur en við getum ímyndað okkur. Ef við gefum okkur tíma til að hlusta
Ég styð þig í að upplifa meiri friðsæld, fókus, styrk og sjálfsmildi með leiðum sem hjálpa þér að hlusta á líkama þinn, treysta visku hans og finna betri takt í lífinu. Sterkt taugakerfi er lykillinn að vellíðan og heilbrigði. Ertu tilbúin að hlusta á líkamann og lífið?
Frítt netnámskeið
Bætt líðan á breytingaskeiði
Fyrir konur sem upplifa þreytu, streitu eða svefntruflanir – og vilja endurheimta orku, finna kyrrð og skapa jafnvægi í daglegu lífi.
Frítt netnámskeið: 7.-9. október kl 17.30-18.00
Nám og lengri
viðburðir
2024
Hugleiðsluhelgi
Djúpt ferðalag inn á við
Febrúar 2024. Staðsetning: Síðumúla 15, 3. hæð
Helgarnámskeið. Leiðbeinandi: Guðrún Arnalds
Næsta vetur
Lærðu að kenna hugleiðslu
Hugleiðsla, öndun og möntrur.
Dýpkaðu þína eigin hugleiðsluiðkun um leið og þú lærir að kenna öðrum að hugleiða
Skráðu þig á lista yfir áhugasama ef þú vilt fá sendar nánari upplýsingar.
Svefntruflanir og hitakóf
Örnámskeið um svefntruflanir og hitakóf fyrir konur á breytingaskeiði.
-
Lærðu um mögulegar orsakir svefntruflana og kveikjur að hitakófi
-
Hitakóf og nætursviti eru ekki það sama. Lærðu að skilja muninn og hvað líkaminn er að segja þér.
-
Um hvernig mataræði og lífsstíll geta haft áhrif á einkennin þín.
-
Fáðu dýpri skilning á hormónabreytingunum og hvað þú getur gert
Ertu með spurningar?
Fylltu út formið hér að neðan til að senda mér fyrirspurn eða panta tíma. Ekki hika við að senda mér línu. Ég geri mitt besta til að svara innan 24 tíma.
Kontakt upplýsingar
Hafðu samband við mig beint í gegn um síma eða tölvupóst: