Haustönn í Andartaki

Nú er haustið að ganga í garð og lífið leitast við að finna taktinn að nýju. Kannski takt sem þú þekkir eða alveg nýjan takt. Nú eða gamlan takt sem þig langar að nálgast á nýjum nótum. Undanfarið ár hefur heldur betur kallað á nýja og skapandi nálgun á lífið fyrir okkur flest. Þar hefur reynt bæði á þolinmæði, sveigjanleika og ekki síst umburðarlyndi hvert gagnvart öðru. Það virðist ekki alveg séð fyrir endann á þeim lærdómsverkefnum. Haustið er sérstaklega góður tími til að endurskoða forgangsröðunina og finna hvernig áherslur við viljum hafa í lífinu hvað sem öðru líður. Jógaiðkun er dásamlegur stuðningur þegar kemur að því að takast á við lífið eins og það er, hverjar sem áskoranirnar eru. Við í Andartaki erum líka að finna okkar takt eftir sumarfríið og ný námskeið að hefjast í september

Nýtt námskeið hefst mánudaginn 13. september. Lífið í jafnvægi – ferðalag um orkustöðvarnar. 8 vikna námskeið, kennt er einu sinni í viku alla mánudaga kl 17.15. Kennsla fer fram í Bústaðakirkju og einnig hægt að taka þátt í gegn um netið. Nánar hér: Lífið í jafnvægi

Einkatímar í hómópatíu, markþjálfun, jógaþerapíu. Tímapantanir: senda tölvupóst á andartak hjá andartak.is. Haustið er góður tími til að endurskoða markmiðin þín og skoða hvað vantar upp á til að finna jafnvægi á huga, líkama og sál.

Comments are closed.