Haustönn í Andartaki

Nú er haustið að ganga í garð og lífið leitast við að finna taktinn að nýju. Haustið er sérstaklega góður tími til að endurskoða forgangsröðunina og finna hvernig áherslur við viljum hafa í lífinu hvað sem öðru líður. Jógaiðkun er dásamlegur stuðningur þegar kemur að því að takast á við lífið eins og það er, hverjar sem áskoranirnar eru. Við í Andartaki erum líka að finna okkar takt eftir sumarfríið og ný námskeið að hefjast í september. 

Lífið í jafnvægi

Nýtt námskeið hefst fimmtudaginn 22. september. 8 vikna námskeið, fimmtudaga kl 17.15. Í Bústaðakirkju. Einnig hægt að taka þátt í gegn um netið heiman úr stofu. Skemmtilegt og eflandi ferðalag þar sem að staldrað er við hverja orkustöð og unnið með æfingar og hugleiðslur sem stuðla að auknu jafnvægi, meiri styrk og bættum hæfileika til að slaka á og njóta. Nánar hér: Lífið í jafnvægi

Mildi og mýkt

Námskeið með áherslu á að nærast og njóta. Mjúkar teygjur, endurnærandi jóga, djúp slökun og hugleiðsla. Sex vikna námskeið hefst fimmtudaginn 27. október. Fimmtudaga kl 19.15

Tilvalið fyrir alla sem elska að fara í rólegt og mjúkt jóga og góða slökun. Tækifæri til að næra andann í amstri hversdagsins.

Hentar vel þeim sem eru að glíma við þreytu, streitu og álag og vilja endurheimta orkuna sína og læra að slaka betur á. Líka tilvalið fyrir þá sem þurfa að fara varlega, td þá sem eru að ná sér eftir veikindi eða kulnun og eiga erfitt með kraftmeiri jógatíma. Nánar hér: Mildi og mýkt

Comments are closed.