Haustdagskráin

Við hefjum jógatímana okkar að nýju í byrjun september. Við erum komin aftur í Bústaðakirkju og verðum að auki með tíma í boði á netinu. 

Skráning er hafin. Dagskráin okkar er full af skemmtilegum tækifærum til að vaxa og njóta. 

Lífsorkujóga – mánudaga og miðvikudaga kl 17.15. Mánudaga í Bústaðakirkju og miðvikudaga á netinu. Fyrsti tíminn verður mánudaginn 7. sept. Nánar hér: Lífsorkujóga

Friðsæll hugur í heimi breytinga – Hugleiðsla og endurnæring fyrir óvissutíma. Miðvikudaga kl 18.50. Tímarnir fara fram á netinu. Nánar hér: Friðsæll hugur í heimi breytinga. Hefst miðvikudaginn 9. sept. 

Mildi og mýkt. Mjúkir tímar með áherslu á að endurnærast og njóta. Mjúkar teygjur, endurnærandi jóga, djúp slökun og Gong, hugleiðsla. Nánar hér: Mildi og mýkt. Hefst mánudaginn 21. september í Bústaðakirkju.

Kennari á öllum námskeiðunum er Guðrún Darshan, jógakennari, hómópati og markþjálfi. Ég legg áherslu á persónulega tíma þar sem við gefum okkur tíma til að skoða jógafræðin og hvernig þau geta nýst okkur í daglegu lífi og gert okkur glaðari og sáttari.

Næring fyrir huga, líkama og sál

Við lifum á óvenjulegum tímum og í breyttum heimi sem skapar óöryggi. Jóganámskeiðin okkar miða að því að styðja okkur í að finna öryggi mitt í öllu umrótinu. Að lifa með öllum þessum breytingum sem við stöndum frammi fyrir. Við leggjum áherslu á að styrkja hæfileikann til að standast álag og finna leiðir til að tengja við uppsprettuna í  friðsældinni sem er þarna innra með okkur þrátt fyrir allt. 

Comments are closed.