Haustdagskráin að hefjast á nýjum stað

Það er með mikilli tilhlökkun sem við bjóðum ykkur að koma til okkar á nýjan stað í Dugguvogi 10 (alveg í næsta nágrenni við gamla staðinn okkar.) Þar verðum við í fallegu og blómlegu húsnæði Eden Jóga. Gengið er inn á hlið hússins.

Við byrjum aftur mánudaginn 9. september. Eins og áður verða í boði tvenns konar tímar. Tímar í Kundalini jóga mánudaga og miðvikudaga kl 17.15 (nánar hér: Lífsorka, hamingja og hugleiðsla og Djúpslökun og Gong, miðvikudaga kl 18.50. Nánar hér: Djúpslökun og Gong

Comments are closed.