Hádegisjóga

Kundalini jóga fyrir styrk og jafnvægi í daglegu lífi

Hádegistímarnir okkar eru í pásu í bili.

Allir velkomnir, bæði vanir og óvanir

Upplifðu kraft, gleði, upplyftingu, hreyfingu, hreinsun hugans, friðsæld og tengingu við uppsprettuna hið innra. Kundalini jóga gefur okkur tilfinningu fyrir eldmóði og gleði sem fær okkur til að langa til að halda áfram að upplifa meira.

Tímarnir fara fram í Andartaki / Eden jóga, Dugguvogi 10 (Gengið inn á hlið hússins – þeirri sem snýr í átt að Mjódd)

Verð: 16.500 (fram að páskum)
Skráning: Skráningarskjal

Kennari: Guðrún Darshan. Hún hefur kennt jóga í um 20 ár og hefur viðað að sér mikilli þekkingu og reynslu á sviði jóga og öðru því sem snýr að þroskaferðalagi manneskjunnar. Tímarnir eru blanda af spjalli, hreyfingu, öndun, slökun og hugleiðslu.

Streita er algengasta orsök heilsuvandamála í heimi nútímamannsins. Við leggjum áherslu á að kenna leiðir til að endurnærast og snúa þannig við öldrunaráhrifum streitunnar. Þetta er þín stund þar sem þú kemur og hleður batteríin og styrkir um leið hæfileikann til að standa með þér. Einn af hornsteinum hamingjuríks lífs er að elska sjálfan sig og gefa sér tíma til að vera og njóta – að eiga stundir þar sem við hlúum að okkur sjálfum í öruggu og hvetjandi umhverfi.

Hæfilegt magn af streitu er af hinu góða. Hún gefur okkur skýran fókus og hæfni til að bregðast við. En þegar streitan tekur völdin þá verður lífið svo bragðlaust og hugurinn lokast fyrir möguleikum og fegurð lífsins. Og þá er mjög auðvelt að missa móðinn. Þess vegna er svo mikilvægt að vera með stuðningsnet fyrir hamingjuna.