Gulróta- og rauðrófupottréttur

beets mynd 1Fyrir 4-6

Þessi uppskrift er hreinsandi fyrir lifur og meltingarveginn. Frábær réttur á sumrin og haustinn þegar við getum notað ferska og nýja uppskeru af íslensku grænmeti.

2 búnt vorlaukar, saxaðir

3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir

1-2 msk góð grænmetisolía

½ kg rauðrófur

½ kg gulrætur

Tamarisósa

Svartur pipar, nýmalaður (eftir smekk)

Rifinn ostur, eftir smekk (má sleppa) eða nota t.d. geitaost sem er þá mulinn ofan á réttinn eftir að hann hefur verið bakaður.

Skolaðu rauðrófurnar og gulræturnar, ekki skera ræturnar eða endana af. Rauðrófurnar eru gufusoðnar í 15-20 mínútur, þá er gulrótunum bætt í pottinn og soðið áfram þar til þær eru farnar að mýkjast. Þá eru rauðrófurnar og gulræturnar afhýddar og síðan rifnar í strimla með grófu rifjárni. Gott er að halda þeim aðskildum til að varðveita litinn á gulrótunum.

Vorlaukur og hvítlaukur er steikt í olíunni þar til mjúkt (passa að brenna ekki). Tekið af hitanum og þá er rauðrófunum, gulrótunum og svörtum pipar bætt út í. Sett í eldfast mót og dass af tamarisósu yfir. Loks er settur rifinn ostur yfir og hitað við 200 gráður þar til osturinn er gullinn.

Verði ykkur að góðu!