Fókusing

HVAÐ EIGA ÞESSAR AÐSTÆÐUR SAMEIGINLEGT?

  • Þú veist að lífið getur boðið upp á meira. En þú veist ekki hvernig þú getur nálgast það
  • Þú átt erfitt með að komast í samband við tilfinningar þínar
  • Þú þarft að taka ákvörðun og ert búin-n að fara í marga hringi en ert ennþá óviss um hvað þú eigir að gera
  • Þú veist hvað þú þarft að gera en getur ekki komið þér af stað

Allar þessar aðstæður kalla eftir breytingum. Ekki breytingum sem liggja beint við eins og að fara í klippingu. Og ekki stórar, flóknar breytingar eins og að flytja í annan landshluta eða byrja í nýjum skóla.  

Við erum að tala um innri breytingar sem fela í sér skref sem eru ekki augljós við fyrstu sýn. Enginn annar en þú getur tekið þessi skref. Í öllum þessum aðstæðum þarftu að gera eitthvað sem þú veist ekki hvernig þú átt að gera.
.

Að hlusta á visku líkamans

Fókusing er aðferð sem þú getur lært og sem kennir þér að virkja innri hæfileika sem ná til hugar, líkama og hjarta. Og sem sýnir þér nýja leið til að vinna með einmitt þessi vandamál sem ekki eru til svör við. 

Þú lærir að hlusta á líkamann og viskuna sem býr innra með þér á nýjan og ferskan hátt. Orðið Fókusing vísar til þess að við fókuserum inn á við eins og við værum með kíki sem þarf að stilla til að sjá skýrar.

Umsagnir

“Námskeiðið var gott fyrir líkama minn á allan hátt. Góð fræðsla og góð vellíðan eftir timann. Mér líður betur bæði andlega og líkamlega. Það sem stendur upp úr: Frábær leiðbeinandi, vellíðan og liðleiki.

GUÐMUNDUR SIGURÐSSON, KOKKURI

““Takk fyrir allt. Námskeiðin þín hafa svo sannarlega fært mér verkfæri og kjark til að vinna bug á kvíða og tækifæri til að njóta lífsins betur.”

ELÍN HELGADÓTTIR

“Mjög góð fræðsla um undirstöður iðkunar Jóga og um hvernig eigi að ná tökum á hugleiðslu. Ég upplifði mig í alveg sérstaklega góðu umhverfi með góðu fólki. Mjög vel skipulagt. Augsýnilega mikil þekking stjórnandans á viðfangsefninu. Skilaði mér vonandi auknum andlegum þroska og áhuga á að halda áfram.”

MARINÓ HAFSTEIN, LÆKNIR

“Námskeiðið byggir á kundalini jóga sem vekur lífsorkuna. Svo er Guðrún full af visku um hvernig á að takast á við ýmsa kvilla. Sjálf er hún fyrirmynd með mataræðið og hefur alltaf trú á að manni takist þetta.”

BETTÝ GUNNARSDÓTTIR, KENNARI OG MARKÞJÁLFI

Vorið kallar!

Opnaðu glugga hugans, hleyptu inn fersku lofti, birtu og nýjum sannleika!

Hjartað er eins og garður. Þú getur ræktað samkennd eða ótta, gremju eða kærleika. Hvaða fræjum ætlar þú að sá í þinn garð?

Ég býð þér að koma og njóta með okkur í taktföstum og styrkjandi jógaæfingum, öndun sem nærir þig og stækkar og hugleiðslu fyrir friðsæld og innri kyrrð.

Þjónusta sem er í boði

Lífið í jafnvægi

Ferð um orkustöðvarnar.

Skemmtilegt og eflandi ferðalag þar sem að staldrað er við hverja orkustöð og unnið með æfingar og hugleiðslur sem stuðla að auknu jafnvægi, meiri styrk og bættum hæfileika til að slaka á og njóta.

Hefst 13. sept. 

Einkatímar

Rými fyrir varanlegar breytingar.
Heildrænt heilsuviðtal, hómópatía, bowen, jógaþerapía, fókusing - að hlusta á þína innri veröld

Fókusing

Lærðu að hlusta á visku líkamans. Fókusing getur t.d. nýst við úrvinnslu tilfinninga, ákvarðanatöku, sem leið til að skilja aðstæður þínar betur, ákveða næstu skref og í sköpun.

Hefst í október

Hugleiðsla fyrir friðsælt hjarta

Allir geta lært að hugleiða. Hér er hugleiðsla til að prófa heima. Hún er um leið öndunaræfing. Nærandi stund með þér. Skráðu þig hér til hliðar og þú færð senda upptöku til að fylgja. Skráningunni fylgir aðgangur að fréttabréfinu okkar.