Fjörutíu daga hugleiðsla


HjartahellirVið í Andartaki bjóðum öllum
sem vilja taka þátt að vera með í hugleiðsluáskorun næstu 40 dagana. Við hefjum hugleiðsluna mánudaginn 14. október í tímanum okkar kl 17.15. 

Hugleiðsla fyrir hjartastöðina. Hugleiðslan okkar að þessu sinni er til að styrkja og opna hjartastöðina.

Við gerum hugleiðsluna saman tvisvar í viku. Tímarnir eru mán og fim kl 17.15. Jóga, hugleiðsla og slökun á eftir. Þess á milli hugleiðum við hver heima hjá sér. Við mælum með að koma í tíma og upplifa þann kraft og stuðning sem fylgir því að hugleiða með öðrum. Ef þú kemst ekki í tíma þá er samt velkomið að vera með.

Hægt er að skrá sig til þátttöku hér

Við verðum líka með stuðningshóp fyrir þátttakendur í hugleiðslunni á facebook – hægt er að senda okkur póst og biðja um aðgang í hópinn eða finna hann beint: Fjörutíu daga hugleiðsla í Andartaki. 

Allir velkomnir að vera með, hvort sem þeir eru með reynslu af hugleiðslu eða ekki

Lífsorka, hamingja og hugleiðsla: Mán og fim kl 17.15. Tímarnir eru bæði fyrir vana og óvana iðkendur. Nánar um tímana: Lífsorka, hamingja og hugleiðsla

Comments are closed.