Markþjálfun

spirall-droparMarkþjálfun er leið til að laða fram það besta í fólki. Henni er hægt að beita á ýmsa vegu bæði tengt vinnu og einkalífi.

Markþjálfun getur hjálpað þér til að ná betri árangri í lífi og starfi, getur bætt samskiptin hvort sem er í vinnu eða einkalífi og aðstoðað þig við að ná markmiðum þínum og aukinni lífshamingju. Marksækjandinn þarf að hafa opinn huga, vera tilbúinn að horfast í augu við sínar áskoranir og hafa löngun til að vaxa. Markþjálfinn tekur þig inn á þessar brautir með þeim aðferðum sem finna má í verkfærakistu markþjálfans.

Heilsutengd markþjálfun og lífsþjálfun eru greinar innan markþjálfunar og snúast um að veita stuðning til að ná markmiðum sínum varðandi heilsu og hamingju í lífinu.

Markþjálfi getur líka veitt stuðning við að finna út hvað það er sem okkur dreymir um í lífinu og hvað hjarta okkar þráir. Að skoða hvað það er sem skiptir okkur máli og hvað við viljum rækta í lífsgarðinum okkar – hvort sem er innra með okkur eða í ytra umhverfi. Við erum misleikin í að hlusta á eigið innsæi og fylgja því.  Með því að rækta innsæið getum við vaxið inn í framtíðarsjálfið okkar – möguleikasjálfið – bjarta og vitra sjálfið og um leið fundið djúpa fyllingu og sátt í lífinu.

Grasið er alltaf grænna þar sem þú vökvar það

“Við vitum hvað við erum, en við vitum ekki hvað við getum orðið.” Shakespeare.

Tímapantanir: andartak@andartak.is / Guðrún s: 8962396

Nánar um markþjálfun:

Með því að starfa með markþjálfa geturðu öðlast

  • Skýrari framtíðarsýn og gildi
  • Meiri sköpunargleði
  • Meiri aga og markvissari forgangsröðun
  • Skilvirkari framkvæmd og aukna virkni
  • Aukinn kjark og virkjun nýrra tækifæra
  • Aukna hæfni og kraft
  • Aukna velgengni
  • Meiri meðvitund
  • Innihaldsríkara líf og aukið jafnvægi á öllum sviðum

Í grunninn er markþjálfun fyrir heilbrigt fólk sem vill ná auknum árangri og vera skilvirkara í því sem það er eða vill taka sér fyrir hendur. Stuðningur við persónulegar umbreytingar með speglun og áskorunum sem byggja á persónulegum markmiðum.