Líföndun

2592671_lLíföndun er leið til að finna fyrir kjarnanum í okkur sjálfum. Við notum öndunina til að deyfa okkur niður, til að finna ekki – með því að anda mjög grunnt og lítið. Á sama hátt, með því að dýpka öndunina og anda meira meðvitað, förum við að finna það sem við höfum bælt. Þegar við bælum tilfinningar sem okkur finnast óþægilegar erum við líka að minnka hæfileikann til að gleðjast og njóta. Þegar við stöndum á fjallstindinum og horfum yfir fallega sveitina förum við ósjálfrátt að anda dýpra. Þegar við verðum mjög glöð og líka þegar við grátum, þá öndum við djúpt og mjög líkt því sem við gerum í líföndun. Þegar við verðum hissa grípum við andann á lofti. Og þegar okkur líður vel þá erum við ekki bara að anda að okkur súrefni heldur líka orku. Það hvernig við öndum lýsir því mjög vel hvernig okkur líður og hvaða viðhorf við höfum til okkar sjálfra og lífsins.

Í líföndun fer maður í gegn um visst ferli sem felur í sér losun – spennulosun, kannski tilfinningalosun, brjóstið opnast og allt í einu er meira pláss í brjóstinu til að fylla upp í með lífinu, hugurinn verður mjög skýr og að lokum finnur maður fyrir sátt og mjög djúpri slökun. Þetta er að minnsta kosti mín upplifun. Af því að líföndun er svo líkamleg upplifun líka er hún aldrei eins.

Þegar við öndum til fulls erum við að njóta til fulls. Um leið og við erum hætt að finna og njóta erum við ekki lengur til staðar og lífið verður bara að sjálfvirkum hreyfingum frá einum stað til annars og það er einmitt þetta sem verður síðan til þess að okkur finnst að við höfum misst af einhverju. Við missum nefnilega af stórum hluta af okkur sjálfum þegar við öndum ekki nóg. Og þá förum við að flýta okkur til að missa ekki af öllu lífinu.

Greinar um líföndun:

Lína og líföndun – birtist í Mbl í jan. 2002: Lína og líföndun

Líföndun – hvað er það? – Birtist í Mbl í mars ´96: Líföndun – hvað er það?

Tímapantanir:

Til að panta tíma má senda tölvupóst á gudrun hjá andartak.is eða í s: 8962396