Jógísk talnaspeki

13113175-los-patrones-creados-a-partir-de-la-naturaleza-en-oto-o-foto-de-archivoJógísk talnaspeki er þekkingarkerfi sem ýtir undir persónulegan þroska, leiðbeinir og heilar okkur.

Jógísk talnaspeki veitir þér tækifæri til að vita meira um sjálfa-n þig, um það hvernig þú getur orðið sterkari á öllum sviðum lífs þíns og náð árangri og blómstrað í lífinu.

Fæðingardagurinn (sköpun, byrjun) er upphafspunktur okkar. Jógísk talnaspeki gefur okkur innsýn inn í lífskortið okkar, hjálpar okkur að átta okkur, öðlast heilun og umbreytingu.

Talnaspekin leitast við að svara þessum spurningum:
Hver er ég?
Hvers vegna er ég hér?
Hvernig get ég breytt / haft áhrif á líf mitt?
Hvað er ég komin-n til þess að gera í þessu lífi?
Hvað þarf ég að læra?
Er þetta rétti tíminn til að gera einhvern ákveðinn hlut?
Og fleira.
Þessi tækni hjálpar þér að skilja og greina lífskortið þitt

Hún byggir á fornu indversku kerfi, Akar Jantri og var kennt af Yogi Bhajan. Hana er hægt að nota fyrir fólk, pör, fjölskyldur, fyrirtæki, lönd, dýr og aðrar lifandi verur.

beautiful-birds-flying-in-the-sky-wallpaper-3Þetta er elsta kerfi sem mannkynið þekkir, það helgasta og nákvæmasta. Jógísk talnaspeki er einstök. Hún færir þér tækifæri til að vita meira um sjálfa-n þig, um það hvernig þú getur leiðrétt sjálfa-n þig, hvernig þú getur orðið sterkari á öllum sviðum lífs þíns, hvernig þú getur náð árangri og blómstrað í lífinu. Þetta er hið upprunalega jóga.

Í árdaga, höfðu aðeins örfáir útvaldir aðgang að þessari merku list og vísindum en nú er hún aðgengileg öllum. Á þessari öld upplýsinga þá höfum við enn meiri þörf fyrir þessi vísindi en áður, því í daglegu lífi okkar, með öllu því áreiti sem því fylgir, er auðvelt að missa fókusinn.

“Á þessu andartaki, með hverjum andardrætti og hverjum hjartslætti ertu í samvinnu við allan alheiminn og tekur þátt í að skapa allt þitt líf og þetta er hægt að lesa úr hverri tölu.

Tímapantanir

andartak@andartak.is / Guðrún s: 8962396