Jógaþerapía, djúpslökun og heilun

droplet-of-water-300-x-225Í jógaþerapíu vinnum við með spennu, ótta, áhyggjur og eða aðrar tilfinningar sem við kunnum að geyma í líkamanum í gegnum það að teygja og slaka inn í það sem við finnum og hlusta á líkamann. Jóga nidra er liggjandi hugleiðsla sem gefur okkur færi á að ná djúpri slökun, vinna með áform okkar í undirvitundinni og fá fjarlægð á vandamál okkar. Heilun getur verið mjög slakandi og endurnærandi og hjálpað okkur að vinna úr því sem á okkur hvílir.

Streita er rótin að flestum þeim vandamálum sem við glímum við í dag, hvort sem um er að ræða vandamál sem tengjast huga, líkama eða tilfinningalífi.

Við erum flest að glíma við einhvers konar venjur sem styðja okkur ekki í daglegu lífi. Óheilbrigðar venjur eru nátengdar streitu. Ef við viljum ná árangri og skapa okkur heilbrigðari venjur þurfum við að skoða hvernig streita birstist í lífi okkar og finna leiðir til að lifa betur með álagi.

Í jógaþerapíu vinnum við með spennu, ótta, áhyggjur og eða aðrar tilfinningar sem við kunnum að geyma í líkamanum í gegnum það að teygja og slaka inn í það sem við finnum og hlusta á líkamann. Oftar en ekki erum við aftengd líkamanum og tilfinningunum og þar af leiðandi ekki alveg að finna og njóta til fullnustu. Í jógaþerapíu vinnum við með að opna fyrir flæði tilfinninga og lífsorku og finnum þeim farveg. Jógaþerapía getur verið mjög slakandi og endurnærandi og um leið mjög djúpt ferðalag inn á við.

Fuglar-á-flugiJóga nidra eða jógískur svefn er liggjandi hugleiðsla sem endurnærir taugakerfið og leyfir þér að fá fjarlægð á áreitin í lífi þínu svo þau virki ekki eins stór og yfirþyrmandi. Í jóga nidra getum við unnið með ásetning eða umbreytingu sem við viljum ná fram í lífinu og látið undirvitundina um að finna leið til að gera ásetninginn að veruleika. Að þessu leiti virkar jóga nidra svipað og dáleiðsla. Jóga nidra hefur auk þess áhrif á mörg svið í lífinu eins og hæfileikann til að standast álag og hjálpar okkur að vinna úr erfiðleikum og áföllum. Einkatími í jóga nidra getur virkað sem stuðningur við önnur svið sem við erum að vinna með eins og til dæmis framtíðarsýnina okkar í markþjálfun og jafnvægisgefandi meðferð í hómópatíu. Stundum fær fólk með sér leidda slökun til að gera heima.

Heilun: Tilgangur heilunar er að koma á jafnvægi milli líkama, hugar og sálar. Heilun getur verið mjög slakandi og endurnærandi og hjálpað okkur að vinna úr því sem á okkur hvílir. Hún getur líka virkað eins og djúp hugleiðsla og þannig tengt okkur við okkar sanna eðli og hjálpað okkur að muna að við erum heil.

Tímapantanir:

andartak@andartak.is / Guðrún s: 8962396