Hvernig fer viðtal fram?

water-droplet-on-leafMeðferð hjá hómópata byggist á viðtölum þar sem hómópatinn leitast við að fá sem heildstæðasta mynd af einstaklingnum. Hann gæti spurt spurninga eins og: Ertu heitfeng-ur eða kulvís? Hvernig mat langar þig oftast í? Í hvaða stellingu finnst þér best að sofa? Hvernig sefurðu á nóttunni? Dreymir þig mikið? Hvað gerir einkennin þín betri/verri?

Viðtal hjá hómópata er mislangt eftir þörfum hvers og eins en algengt er að fyrsta viðtal taki um eina til eina og hálfa klukkustund. Eftirfylgniviðtöl taka styttri tíma.