Vorhreinsun

SJORE_04092014_MG_7729_PPVið erum í vorhreinsun þessa dagana með jógaiðkendum í Andartaki.  Allir velkomnir að taka þátt. Létt hreinsun fyrir huga og líkama svo við getum tekið á móti vorinu með bjartsýni og léttan huga. Leiðsögn og stuðningur í opnu tímunum okkar – kl 17.15 á mánudögum og miðvikudögum.

Pistillinn frá því fyrr í vor á ennþá vel við:

Vorleysingar á huga og líkama

Vorið er tími til að fæðast upp á nýtt og njóta þess að sjá lífið vakna í kringum okkur. Tími til að sá fræjum og skjóta rótum svo við getum nærst í gegnum sumarið og haldið stöðugleika okkar. Þetta er upplagður tími til að hreinsa líkamann og sleppa því sem við þurfum ekki á að halda lengur og koma okkur upp nýjum siðum sem þjóna okkur og næra.

Jákvæð hlið vorsins er kærleikur, samkennd og breytingar – sem geta leitt af sér djúpa umbreytingu. Við getum notað vorið til að sá nýjum fræjum og tekið meðvitaða ákvörðun um að rækta með okkur gleði, samkennd og þakklæti og opnað þannig fyrir birtunni í hjartanu.

Lesa allan pistilinn: Vorleysingar á huga og líkama

Comments are closed.