Berglind Ásgeirsdóttir

passamynd berglind 2Berglind er iðjuþjálfi að mennt og hefur starfað við fagið frá árinu 1993 á ólíkum sviðum heilbrigðiskerfisins, bæði í Svíþjóð og á Íslandi. Hún er einnig Hatha jógakennari, hefur lokið námi í markþjálfun og lauk kennaranámi í Kundalini jóga árið 2011. Berglind starfar í dag í Janus endurhæfingu sem iðjuþjálfi, jógakennari og markþjálfi. Að ástunda Kundalini jóga  finnst mér vera frábær alhliða leið til þess að tengjast sjálfri mér og styrkja mig sem manneskju í því að takast á við mitt daglega líf. Það er það sem ég hef uppgötvað í Kundalini jóga. Magnað jóga !