Anna Ingólfsdóttir

Anna Ingólfsdóttir er jógakennari frá Kripalu Center og hefur kennt jóga síðan 1998. Hún hefur leitt Yoga Nidra djúpslökun síðan 2010 í Vídalínskirkju í Garðabæ. Undanfarna vetur hefur Anna leitt jóga og djúpslökun á Kyrrðardögum í Skálholti. Hún hefur BA í bókmenntum og ritlist og hefur gefið út tvær barnabækur „Mjallhvítur“ og „Þyngdaraflið.“  Hún hefur nýlokið við að skrifa bók um makamissi í samstarfi við Guðfinnu Eydal sálfræðing og Jónu Hrönn Bolladóttur prest og er bókin væntanleg nú með haustinu.