Ayurvedísk ráðgjöf

fjolaAYURVEDÍSK HEILDRÆN RÁÐGJÖF OG MEÐFERÐ

Á vortilboði: Tveir tímar kosta 15.900 og tekur hvor tími um einn og hálfan tíma. (Fullt verð er 19.900)

Ayurveda eru vísindi þess að “fylgja flæðinu”. Ayurveda er úr sanskrít og þýðir “Þekking lífsins” og er talið elsta náttúrulega heilbrigðiskerfi heimsins (og er meira að segja eldra en kínverskar lækningar). Ayurveda fræðin eru mikið meira en læknavísindi og er aðeins hægt að skilja þegar maður fer að sjá hvernig við það fléttast saman við náttúruna og okkur sem hluta af henni. Ayurvedísku vísindin skoða samband þess innra (einstaklingsins) við það ytra (umhverfið – aðstæður) og áhrifin sem hvort um sig hefur á hitt. Ayurveda skoðar “allan einstaklinginn” á líkama, huga og sál og samspil hans við heiminn í kringum hann.

Ayurveda eru heildræn vísindi sem byggjast á vísindalegum staðreyndum og meðhöndlun þeirra grunnefna sem finnast í ekki aðeins í okkur mannfólkinu heldur allt umhverfis okkur. Árstíðirnar, hrynjandi dagsins, grunnbygging og líkamsgerð, uppeldi, hugareðli o.fl eru þættir í að skapa jafnvægi eða ójafnvægi eða eins og Lucretius sagði svo snilldarlega “What is food to one, is to others bitter poison”. Engir tveir eru eins og því bregst engin eins við sömu meðferð. Styrkur Ayurveda fræðanna felst í því að fyrst leitast sá sem meðhöndlar við að kynnast einstaklingnum og því ójafnvægi sem hann er í. Og finna síðan meðferð sem hentar. Ayurvedískir lífshættir byggjast á því að stuðla og skapa jafnvægi jafnóðum á meðan við siglum í gegnum ólgusjó lífssins og hin ýmsu (og mis uppbyggileg) áhrif sem við verðum fyrir, í gegnum lífsstíl og hegðun.

Í ayurvedískri ráðgjöf mun ég leitast við að leiðrétta ójafnvægi og stuðla að jafnvægi frá öllum hliðum lífs, þeirri andlegu, tilfinningalegu og líkamlegu. Fyrsti tíminn fer í greiningu og viðtal en sá síðari fer í kennslu og ráðgjöf. Á vorin er tilvalið að laga til ekki bara heima við heldur einnig í líkama og sál og því tilvalið að nýta sér þetta vortilboð og fara ferskur inní sumartíðina. Ég hlakka til að sjá ykkur!

Fjóla Jensdóttir  –  www.fjolajensdottir.is