Um Andartak

Andartak er vinaleg jóga- og heilsustöð með áherslu á andrými og að njóta andartaksins. Í Andartaki er kennt Kundalini jóga sem hefur notið vaxandi vinsælda hér á landi undanfarin ár eins og víða annarsstaðar í heiminum. Þetta er mjög fljótvirkt, eflandi og umbreytandi form af jóga og hentar sérstaklega vel til að vinna gegn streitu og álagi. Kundalini jóga kemur jafnvægi á innkirtlakerfi, taugakerfi og ónæmiskerfi auk þess að styrkja hugann og líkama og kenna okkur að eiga nærandi samband við okkar innri mann og sálina okkar.

Guðrún Darshan, hómópati og kundalini jógakennari, opnaði Andartak árið 2010. Hún býr yfir mikilli reynslu á sínu sviði og er hafsjór af fróðleik sem hún miðlar óeigingjarn til iðkenda í Andartaki. Hún kennir opna tíma á mánudögum og miðvikudögum kl. 17.15 og ýmis námskeið. Hér má lesa meira um Guðrúnu.

Dagskrá Andartaks er fjölbreytt og snýst öll um hvatningu til að grípa augnablikið og njóta þess. Við virkjum andrými okkur og gerum lífið í senn innihaldsríkara og skemmtilegra. Í leiðinni styrkjum líkamann og aukum vellíðan.

Opnir tímar eru mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl 17.15, nánar hér og hádegistímar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl.12, nánar hér. Auk þess eru kennd fjölmörg námskeið, sjá nánar hér.

Kundalini jóga er fyrir alla. Verið hjartanlega velkomin.