Um 40 daga hugleiðslu og dagbókarskrif

40 daga hugleiðsla

40 daga hugleiðsla er krefjandi. Hún er ekki alltaf auðveld. En þú hefur það sem til þarf. 40 daga iðkun gefur þér reynslu af því að aga sjálfa-n þig og kennir þér að þú getur komist í gegnum erfiðleika í lífinu og gert þær breytingar sem þú vilt gera. Það eiga eftir að vera dagar þar sem þig langar ekki til þess að halda áfram. En þú tekst á við sjálfan þig á þessum stundum færðu stuðning frá sterka hlutanum af þér. Yogi Bhajan orðaði það svona: “Keep up and you will be kept up”.  Haltu áfram og á endanum hefur þér tekist að ná einhverju sem skiptir raunverulega máli. Fyrir marga er gagnlegt að halda dagbók í gegnum þennan tíma.

Sjálfsagi: Eins og þú ferð í sturtu daglega – hreinsarðu hugann. Syngdu Ong namo í hvert sinn sem þú hugleiðir / iðkar.

Tilgangur með dagbókinni – að sjá hvað gerist á fínlegri sviðum innra með þér.

Yogi Bhajan gaf okkur mjög sérstaka tækni til að vinna með venjur okkar. Hver einasta kría eða hugleiðsla í kundalini jóga umbreyta okkur á sinn sérstaka hátt.  Ef þú iðkar kríu nokkrum sinnum, þá færðu að finna öflug áhrif hennar. Ef þú vilt breyta venjum þínum varanlega og finna full áhrif kríunnar / hugleiðslunnar þá geturðu gert eftirfarandi:

Iðkaðu ákveðna hugleiðslu / kríu á hverjum degi í jafnlangan tíma í senn. Þetta hefur áhrif á venjur þínar á mismunandi hátt eftir því hversu lengi þú stundar hana reglulega.

40 Dagar: Ástundaðu á hverjum degi í 40 daga. Þetta brýtur upp neikvæðar venjur sem hindra þig í að upplifa sjáfla-n þig til fulls í gegnum kríuna eða möntruna.

90 Dagar: Ástundaðu á hverjum degi í 90 daga.  Þetta festir nýja venju í sessi í meðvitund þinni og í undirvitund þinni allt eftir áhrifum kríunnar / möntrunnar.  Þetta umbreytir þér á mjög djúpstæðan hátt.

120 Dagar: Ástundaðu á hverjum degi í 120 daga. Þetta staðfestir þennan nýja vana sem krían eða hugleiðslan kom á í vitund þinni. Jákvæð áhrif kríunnar / hugleiðslunnar prentast varanlega innra með þér.

1000 Dagar: Iðkaðu hana í 1000 daga. Þetta leyfir þér að ná meistaratökum yfir þeirri nýju venju, sem krían veitir þér aðgang að í sjálfri- um þér. Þú getur alltaf kallað á þennan nýja vana til að þjóna þér -hverjar sem aðstæðurnar eru.

Mundu, venja eða mynstur er eins konar keðjuviðbrögð í undirvitundinni milli huga, innkirtlakerfis og taugakerfis. Þessi venjumynstur verða til mjög snemma í æskui. Sum þeirra þjóna okkar æðsta tilgangi og önnur ekki.  Með því að gera í 40, 90, 120 eða 1000 daga sömu daglegu iðkunina eða sadhana geturðu endurskrifað þessa keðjuverkun. Þú getur byggt upp nýjar djúpstæðar venjur sem þjóna þér til góðs.

Grein um 40 daga hugleiðslu

Leiðbeiningar við hugleiðslu:

Hér eru nokkrar leiöbeiningar fyrir daglega iðkun:

Byrjaðu alltaf á að tengja inn með Ong namo og endaðu á því að syngja langt Sat naam.

Best er að finna stað þar sem þú verður ekki trufluð /-aður og best er að hugleiða á þessum sama stað dag eftir dag. Á þennan hátt myndast sérstök tíðni á hugleiðslustaðnum þínum svo að smám saman tekst þér að sökkva þér dýpra í hugleiðslu á þessum ákveðna stað.  Þú getur jafnvel búið þér til þitt eigið altari.

Best er að hugleiða á tóman maga og bíða í amk klukkutíma þar til þú borðar. Vertu í þægilegum klæðnaði og BERFÆTT-UR – þá ná fæturnir að anda. Fæturnir geyma 72000 taugaenda sem örva orkuna og heilbrigði alls líkamans. Haltu hita á þér og sérstaklega hryggsúlunni.  Þú getur vafið utan um þig léttu sjali eða teppi.

Sittu í þægilegri stöðu með krosslagða fætur eða í hálfum eða fullum lótus. Notaðu einn eða tvo púða ef þú þarft.  Þú getur líka setið á stól með beinu baki ef þú átt erfitt með að sitja á gólfinu.

Dagbókarskrif:

Það er gagnlegt að skrifa dagbók / leyfa hugleiðingum sínum að flæða í gegnum pennann. Þú getur skrifað daglega eða á nokkurra daga fresti. Þarna geturðu sett niður hugleiðingar þínar – hvernig þér líður, breytingar sem þú upplifir osfrv. Það er mjög gagnlegt til að geta lítið aftur og til að sjá hvernig ferð þinni miðar – hvað breytist – líkami, hugur, tilfinningar, andleg tenging. Þegar þú gerir síðan 40 daga hugleiðslu í 31 mínútu þarftu helst að skrifa daglega og skila síðan inn dagbókinni.

Markmið með dagbókarskrifum:

Yogi Bhajan bað nemendur sína oft um að skrifa um eitthvað ákveðið efni til sjálfsskoðunar, til að horfa inn á við eða til að skoða upplifun sína úr fortíð eða horfa fram á við. Tilgangurinn með þessum skrifverkefnum var að öðlast dýpri skilning.

Dagbókarskrif gefa okkur færi á að dýpka skilning okkar svo við getum nýtt það sem við lærum í lífi okkar, öðlast visku og ná meistaratökum í eigin lífi. Þetta er öðru vísi en bara að skrifa dagbók eða segja frá því sem gerðist eða persónulegar tilfinningar. Þetta er hægt að gera án sjálfsskoðunar og án þess að breyta um sjónarhorn og án þess að meta hvernig þú getur nýtt tækni jógafræðanna í lífinu – í alvöru aðstæðum. Hér erum við að hvetja þig til þess að skrifa dagbók til að læra og skilja betur. Þar sem þú veltir upp því sem þú upplifir þegar þú hugleiðir og í þeim nýju sjónarhornum sem þú öðlast á umbreytingarferðalagi þínu í gegnum námið.

Hér eru dæmi um spurningar sem þú getur spurt þig:

Hvað hef ég lært? Hvernig get ég nýtt þetta á mismunandi sviðum lífs míns? Hvernig eykur það hæfileika minn til að kenna og þjóna?

Ef ég nota þessa tækni, hvað myndi ég gera öðru vísi í aðstæðum í fortíðinni þar sem ég var ekki komin-n með þá meðvitund sem ég hef öðlast núna? Hvernig getur reynsla mín og lærdómur haft áhrif á aðra?

Tilgangur með dagbókarskrifum

Að skilja upplifun þína á dýpri hátt – bæði í jógatíma, í iðkun heima fyrir og á öðrum sviðum lífsins í samhengi við það sem þú ert að læra í náminu.

Að tengja það sem þú upplifir í tíma við lífið og samskipti við aðra og getu þína til að nýta hæfileika þína í trausti á sjálfa-n þig.

Að auka getu þína til að stíga út úr flæði hugsana og tilfinninga og mynda nýtt sjónarhorn á sjálfa-n þig í gegnum vitundina.

Að styrkja hæfileikann til að vinna úr lífsreynslu þinni af innsæi og gagnrýnu mati. Að sjá það sem hindrar þig / hvar þú stoppar þig af og sömuleiðis að sjá möguleika þína og hvað þú getur. Að planta gildum kennarans í þér um leið og þú tekst á við hin mismunandi svið lífs þíns.

Að hugsa um og næra sjálfa-n þig og Sjálfið þitt.

Að tengja á milli þess sem þú upplifir, hæfileika og hugtaka í gegnum námið.

Að taka ábyrgð á vexti þínum og þroska og byggja upp þá sýn að námið snýst um þroska þinn sem einstakling, þroska þinn í samskiptum við aðra og þroska þinn á því sviði sem er hafið yfir persónuleikann. Ekki bara hugmyndir og tækni.