Þrjú ný námskeið að hefjast í Andartaki

Byrjendanámskeið í kundalini jóga hefst mánudaginn 17. febrúar. Kennt verður mán og mið kl 20.30. Kennari er Sigmar Jónsson. Áhersla verður lögð á að auka líkamlegan styrk, andlegt jafnvægi og einbeitingu. Kennd verða grunnatriði hugleiðslu og mismunandi leiðir til að tengja við dýptina hið innra. Nánar hér

Framhaldsnámskeið: Kjörið tækifæri fyrir þá sem hafa einhverja reynslu af jógaiðkun að sökkva sér dýpra í jógafræðin og læra meira.  Kennarar: Ragnhildur Ragnarsdóttir og Berglind Ásgeirsdóttir. 6 vikna námskeið hefst fimmtudaginn 21. febrúar. Sjá nánar hér.

Gjöfin að vera kona og listin að VERA. Konur búa yfir miklu innsæi og næmni og eru yfirleitt mun hamingjusamari þegar þær gefa sér tíma til að rækta og næra vitru konuna innra með sér. 6 vikna námskeið sem hefst mánudaginn 24. febrúar. Sjá nánar hér.

Comments are closed.