Dragðu djúpt inn andann


Andartak okkar endurspeglar hugarástand okkar og innri líðan. Lífið býr í andartakinu – við öndum að okkur lífsorku og nærum hugann með djúpum andardrætti. Þegar andardráttur okkar verður grunnur þá verður hugurinn og tilfinningar okkar að sama skapi grunnar og yfirborðskenndar. Við hættum að njóta lífsins og verðum fangar hugans. Öndunin er lykill að því að því að ná valdi yfir huganum, stýra viðbrögðum okkar og að glíma við streitu og álag.  Meðvituð öndun gefur okkur meðvitund um það sem bærist innra með okkur – og við förum að njóta andartaksins til fulls.

Streita er stærsta vandamálið í heiminum í dag. Hún á ekki eftir að minnka – hún á aðeins eftir að aukast. Ef við ætlum að lifa góðu lífi þá þurfum við að læra leiðir til að höndla hana. Yogi Bhajan, meistari í Kundalini jóga sagði einhvern tíma að ef við gætum lært að virkja þá orku sem streitan hreyfir við innra með okkur í gegnum öndun, þá væri hægt að útrýma öllum streitutengdum vandamálum og sjúkdómum í heiminum.

Algengasta dánarorsök a Vesturlöndum er streita. Einkenni streitu eru td kvíði, áhyggjur, geðvonska, einbeitingarskortur, fullkomnunarárátta, neikvæðar hugsanir, léleg sjálfsmynd, lystarleysi eða átfíkn – og ýmsar aðrar fiknir – sem aftur geta valdið ýmsum kvillum vegna rangs mataræðis eða slæmra venja, þreyta, svefntruflanir, lélegt ónæmiskerfi og svo ýmsir langvarandi kvillar eins og of hár blóðþrýstingur, ofnæmi og meltingarfærasjúkdómar.  Ef við lærum leiðir til að lifa með streitunni í lífi okkar förum við fljótt að finna lífsgleðina vaxa og heilsan  eflist að sama skapi. Lesa meira hér

Andartak býður upp á öflugar leiðir til að takast á við streitu

Comments are closed.