Stökkt eplasnakk

eplasnakk mynd2 epli
Kanill
Hitið ofninn í 140°C (blástursofn, annars 160°C). Fjarlægið kjarnann innan úr eplunum og sneiðið eplið í mjög þunnar sneiðar, 1-2 mm. Raðið eplunum á bökunarplötu klædda bökunarpappír og stráið kanil yfir. Bakið í 45 mínútur í 1 klst. Snúðu eplunum við þegar bökunartíminn er hálfnaður og stráðu kanil yfir áður en sett er aftur í ofninn. Eplin eru tilbúin þegar þau eru ljósbrún og stökk. Kælið og njótið.