Spennandi nýtt jógaár

Andartak_gjafakortAndartak hefur opnað aftur á nýju ári og verða opnir tímar eins og áður á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 17.15 þessa fyrstu viku –  allir velkomnir að koma í frían prufutíma!

Í næstu viku bætast við fleiri opnir tímar í stundaskrána og verða á þessum tímum: mán, mið og föst kl 17.15, hádegistímar þrið og fim kl 12.05-12.50

Helgarnámskeiðið Meðvitað foreldrahlutverk með gestakennaranum Satyu Kaur frá Portúgal  verður núna um helgina: 10.-11. janúar. Nánar hér

Námskeiðið “Jóga, matarræði og lifsstill” með Guðrúnu Darshan hefst miðvikudaginn 15. janúar. (nánar hér)
Og nýtt 6 vikna byrjendanámskeið hefst 15. janúar. Meira um það hér.

Nánar um námskeiðin hér

Við minnum líka á falleg gjafakort Andartaks – fyrir þá sem vilja gefa mjúka og nærandi jólagjöf. Hægt er að kaupa gjafabréf fyrir námskeið, opna tíma og líka fyrir einkaráðgjöf.

 

Comments are closed.