Sól í hjarta – streitulosun

GleðioghaustlitirNýtt 8 vikna námskeið hófst mánudaginn 28. október.

Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl 18.45-20.00.  Verð: 24.000 (12.000 á mánuði)

Umbreyttu streitu í gleði með kundalini jóga. Öndun, líkamlegar æfingar og hugleiðsla sem losa um spennu, draga úr kvíða og auka innri vellíðan. Árangurinn er bættur svefn og aukinn  hæfileiki til að takast á við streitu á jákvæðan og uppbyggjandi hátt.  Auk þess að gera jóga förum við inn á milli aðeins dýpra í hlutina, hver og einn fyrir sig skoðar  hvernig streita birtist í eigin lífi og hvað er til ráða.

Kundalini jóga styrkir tauga-, innkirtla og ónæmiskerfi. Sterkar taugar standast streitu. Í hverjum tíma gerum við “kríu” eða seríu af æfingum sem hafa ákveðið markmið. Við hugleiðum í lok hvers tíma – og bjóðum þátttakendum að koma sér upp reglulegri hugleiðsluástundun heima ef þeir vilja.

Takmarkið er einnig að skapa notalega stemmningu og spjalla saman.
Hugurinn getur tekið okkur inn í svartnætti innra með okkur – og hjálpað okkur að ná árangri í lífinu.  Hann getur líka tekið okkur inn í óravíddir óendanleikans. Hugurinn er ótrúlega öflugt tæki – ef við erum í góðu sambandi við hann.

Streita er orðið að stóru vandamáli á Vesturlöndum í dag. Við lærum mjög takmarkað í skóla í listinni að slaka á og endurnæra líkamann. Á tímum eins og þessum er blátt áfram nauðsynlegt að tileinka sér leiðir til að takast á við álag og erfiðleika. Kundalini jóga býður upp á virkar leiðir til að höndla streitu og hefja sig upp yfir annríki hversdagsins.

Jógarnir tala um að skilgreining á lífinu sé fyrst og fremst breytileiki og þróun.  Styrkur okkar mælist í því hversu vel okkur tekst að höndla breytingar og sveiflur lífsins.   Ef við lærum að næra andann og lifa með óendanleikanum innra með okkur þá getum við sótt þangað óendanlegan styrk. 

Durgahof1Kennari: Guðrún Darshan

“When your body receives healing from you, this is the best healing” Yogi Bhajan

Umsagnir þátttakenda af fyrra námskeiði:

AAHH“Frábært námskeið þar sem blandast saman góðir fyrirlestrar, léttar líkamsæfingar, hugleiðsla og sjálfsskoðun.”
Svanur Kristbergsson

“Námskeiðið kenndi mér margt, og þá mest um sjálfa mig. Guðrún Darshan veitti góða innsýn í notkun jóga og hugleiðslu til að auka sjálfstraust og betri líðan. Eftir námskeiðið er ég betur í stakk búin að takast á við streitu og finnst ég hafa betri tök á eigin líðan.”
Elísabet Kemp Stefánsdóttir, nemi

“Ég fór á námskeið gegn kvíða og streitu í haust og var það mikil næring fyrir sál og líkama. Andartak býður upp á öruggt umhverfi. Hér finnur maður ró og fjölbreyttar leiðir til að vinna úr streitu; gegnum öndun, hreyfingu og leiðbeiningar kennarans.
Kristín Rannveig Vilhjálms-dóttir verkefnastjóri

“Ég var mjög ánægð með námskeiðið. Það var hæfileg blanda af fyrirlestrum og verklegum æfingum.  Mér fannst mjög gott að fá útskýringar fyrir kríunum og hvernig þær eru hugsaðar.  Það var líka sterk upplifun að fara í hugleiðsluna um helgina.  Hópurinn var hæfilega stór og umhverfið mjög notalegt.
Ég hef prófað að fara í jógatíma í líkamsræktarstöðvum en mér finnst þetta vera meira “alvöru”.  Mér finnst þú hafa þekkingu á því sem þú ert að miðla og ég get vel hugsað mér að koma aftur á námskeið.”
Guðmunda Gunnlaugsdóttir, kennari