Sól í hjarta – streitulosun

Breyttu streitu í gleði, finndu henni farveg og gerðu hana að vini þínum. 

Nýtt 6 vikna námskeið hefst mánudaginn 8. nóvember. Mánudaga kl 17.15. Auk þess verða tveir tímar þar sem við fræðumst og skoðum áhrif og rætur streitu í okkar eigin lífi og hvað er til ráða. (Alls 8 skipti). Námskeiðið er haldið í Bústaðakirkju. Einnig er hægt að taka þátt í gegn um netið.

Öndun, líkamlegar æfingar og hugleiðsla sem hjálpa líkamanum að losa um spennu, draga úr kvíða og auka innri vellíðan. Við vinnum í að styrkja tauga-, innkirtla og ónæmiskerfi og auka samhæfingu þeirra. Árangurinn er bættur svefn og aukinn  hæfileiki til að takast á við streitu á jákvæðan og uppbyggjandi hátt.  

Streita á sér mörg birtingarform og hefur verið skilgreind sem hæfni líkamans til að takast á við breytingar. Álag og áreiti, erfið samskipti, veikindi – okkar eigin eða okkar nánustu, óánægja í vinnu, skortur á tilgangi, einmanaleiki, áföll og sorg eru allt algengir streituvaldar.

Á námskeiðinu skoðum við hvernig við getum öðlast aukið úthald gegn streitu, ræktað með okkur kyrrð, hugrekki og seiglu og þannig orðið stærri en streitan.

Jóga er mjög áhrifarík leið til að takast á við streitu. Bæði vegna endurnærandi og jákvæðra áhrifa á líkamann og ekki síður vegna þess það færir okkur gleði og gott skap, hugarró og sjálfsmildi.

Jóga er sérstaklega gagnlegt ef við erum stirð og stíf. Og þegar við eigum erfitt með að slaka á og hægja á okkur. Þegar við gerum jóga í flæði, á hreyfingu með andardrættinum, þá finnum við hvernig við komumst smátt og smátt í meiri takt við okkur sjálf.

Jóga kennir okkur þá list að takast á við breytingar. Við lærum að tengja við djúpan kjarna í okkur sjálfum og gefa honum rými í lífinu. Í jóga erum við ekki að nota líkamann til að komast inn í mismunandi jógastöður heldur að nota jógastöður til að komast inn í líkamann.

Staður: Mánudagstímarnir fara fram í Bústaðakirkju. Einnig hægt að taka þátt í gegn um netið. Laugardagstímarnir fara fram á netinu.

Stund: Mánudaga kl 17.15 – 18.45 + tveir laugardagsmorgnar. Mánudagar: 8.nóv. – 13. des. Laugardagar: 13. og 27. nóvember.

Verð: 24.000.

Jóga gefur þér tækifæri til þess að verða forvitin um það hver þú ert. Leyndardómur lífsins er ekki vandamál til að leysa heldur veruleiki til að upplifa

“Ég var mjög ánægð með námskeiðið Streitulosun – meira jafnvægi. Það var hæfileg blanda af fyrirlestrum og verklegum æfingum.  Mér fannst mjög gott að fá útskýringar fyrir kríunum og hvernig þær eru hugsaðar. Það var líka sterk upplifun að fara í hugleiðsluna um helgina. Hópurinn var hæfilega stór og umhverfið mjög notalegt. Ég hef prófað að fara í jógatíma í líkamsræktarstöðvum en mér finnst þetta vera meira “alvöru”. Mér finnst þú hafa þekkingu á því sem þú ert að miðla og ég vel hugsað mér að koma aftur á námskeið.”

Guðmunda Gunnlaugsdóttir, kennari

Guðrún býr yfir þessari töfrablöndu með hugarró en staðfestu sem fæ mann til að vilja ná árangri með sjálfan sig, á sínum eigin forsendum. Kærar þakkir fyrir mig.
Íris Arnardóttir – náms og starfsráðgjafi