Sigmar Freyr Jónsson

Sigmar-2Sigmar Freyr lauk kennaranámi í kundalini yoga í nóvember 2012.

Um 6 ára skeið starfaði Sigmar við húsgagnasmíði og bólstrun. Hann hefur einnig einkaþjálfararéttindi úr einkaþjálfaraskóla World Class og starfaði sem slíkur um tíma.

Sigmar hefur lengi haft áhuga á heilsu, líkamsrækt, mannlegri hegðun og andlegum fræðum og hefur viðað að sér mikilli þekkingu í þeim efnum undanfarin 14 ár og hefur sótt fjölmörg námskeið bæði hérlendis og erlendis.