Sat nam rasayan fyrir kundalini jógakennara

Sven-ButzKvöldstund þar sem við fáum að kynnast Sat nam rasayan, list hugleiðslu og heilunar úr hefð kundalini jóga.

Fimmtudaginn 25. maí kl 19.00 í Bústaðakirkju (gengið inn neðan frá).

Verð: 3000. Allur ágóði rennur til góðgerðarmála. Hér er hægt að skrá sig: Skráningarskjal

Á síðustu árum sínum varði Yogi Bhajan miklum tíma í að þróa Sat Nam Rasayan. Hann sá það sem grunniðkun jógakennarans og sjálfur kenndi hann alltaf úr rými Sat Nam Rasayan.

Við að læra og iðka Sat Nam Rasayan dýpkar þú eigin hugleiðslu og skilning á innri þögn en þú dýpkar líka getuna til að skynja hvað nemendur þínir raunverulega þurfa. Þú lærir að skynja ójafnvægi hópsins og hvernig þú getur út frá því valið kriyur til að losa um þau vandamál sem nemendur takast á við þá stundina. Skilningur þinn á því hvernig kundalini jóga raunverulega vinnur eykst til muna, ekki með því að læra meiri tækni heldur með því að upplifa rýmið í gegnum innri þögn.

Sem kennari mætir þú vandamálum nemenda þinna í hverjum tíma, nemendur leita til þín e ir hjálp og með Sat Nam Rasayan getur þú unnið með þeim í einkatíma. Þetta er verkfærið sem Yogi Bhajan skildi e ir fyrir okkur, hann vildi að við værum heilarar; ljósvitar þagnar og stöðugleika.

Sat Nam Rasayan kennir:
• list innri þagnar og hugleiðslu
• að heila sjálfan sig og aðra, líkamlega, tilfinningalega og andlega
• dýpra innsæi
• upplifun á innri lærdómi jóga (flæði prana, orkustöðvar sem vitund, heilun taugakerfis og
heila og að vekja eigin innri kra og getu.)

KENNARINN Sven Butz hefur iðkað Sat Nam Rasayan í yfir 20 ár. Hann hefur hæstu mögulega gráðu sem Sat Nam Rasayan kennari, iðkandi og heilari getur fengið. Aðeins fáir útvaldir nemendur í heiminum hafa fengið slíka viðurkenningu.
Djúp þekking Sven á Sat Nam Rasayan og hinum ýmsu “non dual” hugleiðsluhefðum gerir honum klei að kenna á einstakan hátt og leiða fólk í gegnum hugleiðslu með kímni og af nákvæmni. Hann heldur Sat Nam Rasyan heilunarnám, hlédrög og námskeið víða um heim.
Guru Dev Singh, lifandi meistari Sat Nam Rasayan, skipaði Sven kennara þess á Íslandi.