Renew yourself through sound

522954_374931539207902_374901762544213_1234382_337239325_n copyMasterclass – Kvöldnámskeið með Dev Suroop Kaur, kundalini jógakennara og möntrusöngkonu

Mánudaginn 25. apríl kl. 17.15 – 19.15

Einkatímar 25.- 29 apríl. Nánar hér að neðan.

Á námskeiðinu kennir Dev Suroop Kaur okkur að nota möntrur til að heila okkur og styrkja, og efla kærleika okkar gagnvart okkur sjálfum og náunganum. Einnig verður farið í liðkandi og styrkandi jóga- og öndunaræfingar.

Nánar um kennarann:
Dev Suroop Kaur er fjölhæfur tónlistarmaður og hefur gefið út fjölda geisladiska sem njóta vinsælda í kundalinijóga heiminum. Hún kennir kundalini jóga og naad yoga (jóga sem byggir á hljóði). Hún notfærir sér list hljóðsins til að ná fram heilun og umbreytingu. Hennar sérsvið eru að kenna kennurum kundalini jóga og meðvituð samskipti auk þess að kenna öðrum að nálgast fegurðina og kraftinn sem býr í röddinni.

Dev Suroop Kaur kynntist kundalini jóga árið 1983 og hitti kennara sinn, Yogi Bhajan, meistara í kundalini jóga, stuttu síðar. Þá hófst langt og ríkt ferðalag andlegrar iðkunar, náms og vaxtar. Hún býr með manni sínum í Espanola, New Mexico og starfar við tónlist og sem framkvæmdastjóri hjá öryggisfyrirtækinu Akaal security.

Verð fyrir námskeiðið er 3500 kr og kennslan fer fram á ensku.

Skráning hjá Guðrúnu Dharshan, gudrun@andartak.is
s. 896-2396

Einkatímar – viltu dýpka upplifun þína í söng á möntrum?

Dev Suroop býður einnig upp á einkatíma. Hún notfærir sér list hljóðsins til að ná fram heilun og umbreytingu.  Hennar sérsvið er að kenna öðrum að nálgast fegurðina og kraftinn sem býr í röddinni.og um meðvituð samskipti. Í öruggu umhverfi og undir leiðsögn lærir þú að kynnast betur þinni eigin röddu, slaka betur á og líða vel með henni. Þú færð aukið sjálfstraust til að leyfa rödd þinni að heyrast.

Einstakt tækifæri til að læra og dýpka færnina í að vinna með hljóð og möntrur.

Tíminn kostar 9000 kr. Takmarkaður fjöldi tíma 25. -29. apríl. Nánari upplýsingar og tímapantanir: Eyrún Huld: eyrunhuld@gmail.com / s. 866-3135