Jóla jóga

Við hvetjum ykkur til að fara í jóga á aðventunni. Það er dásamleg leið til að endurnærast svo við höfum meira að gefa – fjölskyldunni og öllum þeim sem á vegi okkar verða. Ekki veitir af meiri friðsæld í þessum annasama mánuði :-) Hádegistímarnir okkar verða út næstu viku og sömuleiðis eftirmiðdagstímarnir okkar og síðasti laugardagstíminn er næsta laugardag. Það er hægt að koma í frían prufutíma hvenær sem er. Hér eru nokkur myndbönd sem við gerðum til að veita innblástur í annríkinu sem stundum fylgir jólunum: Jóla – jóga

“Þekking verður aðeins raunveruleg viska þegar þú upplifir hana af öllu hjarta og allri verund þinni.”  – Yogi Bhajan

Gefðu mjúka og nærandi jólagjöf

Andartak_gjafakortAndartak bíður uppá falleg gjafabréf fyrir þá sem vilja gefa jóga í jólagjöf. Það eru ýmis spennandi námskeið í boði eftir áramótin – og svo er hægt að fá mánaðarkort / þriggja mánaða kort og tíu tíma klippikort – svo eitthvað sé nefnt. Einnig erum við með úrval af geisladiskum með fallegri möntrutónlist, jógabókum og jógafatnaði. Fyrir nánari upplýsingar má senda póst á: andartak@andartak.is.

Við minnum á að Andartak er flutt í nýtt húsnæði í Hamraborg 10, 3. hæð.

Möntrur – frelsi hugans

471758_10150899057818895_179454797_oEins dags námskeið næsta sunnudag með gestakennaranum Dev Suroop Kaur


Dev Suroop er möntrusöngkona og mjög skemmtilegur, lifandi og kraftmikill kennari.  Það er afar eftirminnileg upplifun að syngja möntrur við lifandi tónlist.

Njóttu þess að eiga einn dag til að dýfa þér ofan í töfra möntrusöngs og upplifðu áhrifin sem þær hafa.  Möntrur hafa ekki bara ákveðna merkingu heldur hefur hver mantra fíngerða tíðni sem leiðir hugleiðandann inn í kyrrðina innra með sér.

Kundalini jóga býr yfir hafsjó af möntrum og hver og ein þeirra hefur gjöf að færa okkur. Það eru til möntrur fyrir hugrekki, fyrir leiðsögn, fyrir allsnægtir og kraftaverk – svo eitthvað sé nefnt.

Námskeiðið er bæði ætlað fyrir vana og óvana jógaiðkendur til að kynnast dýptinni sem býr í möntrum og líka fyrir vana kundalini-jógaiðkendur og kennara – sem vilja dýpka skilning sinn og upplifun á möntrum í kundalini jóga.

Nánar um námskeiðið hér: Möntrur frelsi hugans

Fjörutíu daga hugleiðsluáskorun

1343212819_MeditationMudraVið í Andartaki bjóðum öllum sem vilja taka þátt að vera með í hugleiðsluáskorun næstu 40 dagana.

Við hefjum hugleiðsluna saman mánudaginn 9. nóvember kl 19.40. Allir velkomnir að koma líka í tímann á undan. Hann hefst kl 17.15. Kraftmikið jóga og gong slökun á eftir.

Eftir það hugleiðum við hver heima hjá sér og í opnum tímum Andartaks þegar þið komist í tíma. Ekki er nauðsynlegt að koma í tíma til að taka þátt en við mælum með því að koma í tíma amk inn á milli til að fá enn meira út úr hugleiðslunni. Við verðum líka með stuðningshóp fyrir þátttakendur í hugleiðslunni á facebook.

Dagleg hugleiðsla gefur okkur aukna einbeitingu, dregur úr streitu og kvíða, bætir ónæmiskerfið og eykur sjálfstraustið. Við förum að sjá betur hvert við stefnum og hvað við viljum í lífinu og öðlumst aukið þol fyrir breytingum og erfiðleikum.

Nánar hér: Fjörutíu daga hugleiðsluáskorun

Náðu tökum á streitunni

AAHH5  vikna námskeið í kundalini yoga hefst mánudaginn 16. nóvember.

Kundalini jóga býður upp á mjög virkar leiðir til að takast á við álag nútímans.  Með æfingum sem byggja á hreyfingu, takti og kröftugri öndun styrkist líkaminn, hann verður sveigjanlegri og jafnvægi skapast í taugakerfi, innkirtlakerfi og ónæmiskerfi.  Með sterkari líkama, slökun og hugleiðslu öðlumst við færni til að takast á við streitu og álag í daglegu lífi.

Nánar hér: Náðu tökum á streitunni

Að yfirvinna kalt þunglyndi

Arctic-ice-cave-001Tveggja kvölda námskeið með gestakennaranum Panch Nishan Kaur.

Kalt þunglyndi er ástand þar sem við höldum áfram að keyra okkur áfram á adrenalíni til að forðast að finna og njóta þess að bara vera.

Þetta er líka stundum kallað “þögn sálarinnar” þar sem við erum hætt að heyra rödd innsæisins og hjartans

Lærðu að stilla streituþolmörkin í takt við náttúrulegan lífstakt þinn. Komdu jafnvægi á inn- og útflæði á orku til að fyrirbyggja að þú yfirkeyrir þig og brennir upp.

Hvað er kalt þunglyndi og hvernig getum við þekkt það í okkur sjálfum? Hvernig geta kundalini jóga og hugleiðsla hjálpað?

Námskeiðið verður haldið 28. og 29. okt kl 17.30-21.00 í Andartaki, Hamraborg 10, 3. hæð. Nánar um námskeiðið hér

Endurnæring, orka og vellíðan

DSC00531Nýtt námskeið fyrir konur sem eru að ná sér eftir krabbameinsmeðferð / sem hafa greinst með krabbamein og konur sem eru í krabbameinsmeðferð. Námskeiðið er líka opið fyrir alla sem vilja endurnærast og efla innri vellíðan.

Námskeiðið verður í 6 vikur: Mánudaga og fimmtudaga kl 10.15-11.45.

Rólegt og endurnærandi jógaæfingar sérstaklega lagaðar að þeim sem eru að glíma við erfið veikindi eða eru að ná sér eftir veikindi. Sérstök áhersla á streitulosun, andlegt úthald og andlega næringu – allt þættir sem hjálpa okkur að tengjast okkur sjálfum og finna tilgang í lífinu.

Meira um námskeiðið hér

Byrjendanámskeið

SJORE_04092014_MG_7424_PPByrjendanámskeið í kundalini jóga hófst í þessari viku. Enn er hægt að bætast í hópinn. Námskeiðið er mánudaga og miðvikudaga kl 18.45. Frjáls mæting í opna tíma á meðan á námskeiðinu stendur. Nánar hér. Upplýsingar og skráning: andartak@andartak.is / s: 8962396.

Frí prufuvika og tilboð á annarkortum

Andartak_poster_A4_240815_webFrí prufuvika vikuna – 7.-11. sept – í Andartaki. Tilboð á annarkortum: 29.500 – fullt verð 34.000. Hægt er að greiða mánaðarlega – um 8500 kr á mánuði.

Tímar eru: mánudag og miðvikudag kl 17.15
Hádegistímar þriðjudag og fimmtudag kl 12.05
Laugardagsmorgnar kl 10.00.
Meira um tímana hér. Við bjóðum ykkur velkomin til okkar í Hamraborg 10 – 3. hæð.

Andartak opnar á nýjum stað: Fyrsti tími verður miðvikudaginn 2. september

Andartak_poster_A4_240815_webAndartak flytur á nýjan stað í Hamraborg 10. Tímar hefjast samkvæmt stundaskrá mánudaginn 7. sept.

í dag miðvikudaginn 2. sept verður tími kl 17.15 – og te og spjall á eftir.

Nýja húsnæðið okkar er bjart og fallegt með útsýni til allra átta.

Við verðum með opna tíma eins og áður mánudaga og miðvikudaga kl 17.15.
Auk þess ætlum við að bjóða upp á tíma á laugardagsmorgnum kl 10.00. Fyrsti laugardagstíminn verður laugardaginn 12. september.

Hádegistímarnir verða á sínum stað. Þeir verða eins og áður þriðjudaga og fimmtudaga kl 12.05. Fyrir þá sem vilja verður hægt að fá sérstök hádegiskort á góðu verði. Nánar hér. Hádegistímarnir hefjast þriðjudaginn 8. september

Það gætu átt eftir að bætast við fleiri tímar þegar fram líða stundir. Og þið eruð velkomin að senda okkur tillögur ef þið eruð með sérstakar óskir.

Byrjendanámskeið hefst mánuudaginn 14. september. Sjá hér.

Auk þess verða fleiri námskeið í boði í vetur. Nánar verður tilkynnt um þau síðar.