Gleðlegt nýtt ár!

Snjóbúinn

Vorönn í Andartaki hefst mánudaginn 11. janúar

Við í þökkum fyrir nærandi samverustundir. Megi nýtt ár færa þér gleði, birtu og frið í hjarta. Og megi allir draumar þínir rætast.Árið 2016 samkvæmt jógískri talnaspeki býður okkur að takast á við ferðalag innra með okkur sem færir okkur frá átökum, óróleika, ótta og áföllum til þess að finna frið í hjarta. Það kallar á okkur að heiðra það fínlega innra með okkur; fágun, næmni og kærleiksríkt umbyrðarlyndi.

Til þess þurfum við að finna kjarkinn innra með okkur til að standa með hinni ósýnilegu vídd innra með okkur og því fínlega í lífinu. Við erum hvött til þess að efla með okkur næmni fyrir því ósýnilega og fínlega í andartakinu sem er að líða. Og styrk til þess að takast á við aðstæður sem kalla á yfirnáttúrulegt umburðarlyndi.

Að setja áramótaheit er eins og að sá fræjum innra með okkur sem við síðan ræktum í gegnum árið. Megi fræ okkar bera ávöxt sem vex og dafnar í friði, kærleika og umburðarlyndi fyrir okkur sjálfum og öðrum sem við mætum í lífinu.

Hér koma brot úr dagskrá Andartaks á vorönn:
OPNIR TÍMAR verða eins og áður mánudaga og miðvikudaga kl 17.15, laugardaga kl 10.00 og hádegistímar þriðjudaga og fimmtudaga kl 12.05. Nánar hér: Opnir tímar

BYRJENDANÁMSKEIÐ í kundalini jóga hefst 11. janúar. Nánar hér: Byrjendanámskeið

Spennandi HELGARNÁMSKEIÐ: Jóga, mataræði og lífsstíll verður helgina 29.-31. janúar. Líkamsgerðin þín og jóga – lærum að lifa í takti við náttúruna og við okkar eigin líkamsgerð. Kundalini jóga og ayurveda – systurvísindi jógafræðanna fléttuð saman í innri upplifun og fræðslu. Nánar hér: Jóga, mataræði og lífsstíll

KVÖLDNÁMSKEIÐ: Jóga og rétt líkamsstaða - kvöldstund með Karta Purkh Singh, fimmtudaginn 14. janúar.

Comments are closed.