Vökvaðu draumana þína 2019

_DSF8474 copyGrasið er alltaf grænna þar sem þú vökvar það. Hvað vilt þú vökva á nýju ári?

Hvað viltu næra? Hvernig viltu sjá fyrir þér lífið?
Hvernig geturðu elskað sjálfa-n þig meira á nýju ári?
Hvað þarft þú til að finnast lífið tilgangsríkt og skemmtilegt?
 
Það byrjar allt þar – að finna og hlusta…
Að hlusta á innsæið og opna fyrir möguleikana. Að skoða hvað bærist innra með þér.
 
Markþjálfun / Innri hlustun / Jóga / Gong slökun
Talan þín fyrir árið 2019.
 
Innifalið: Námskeið og einkatími í markþjálfun
Fyrir hverja: ALLA sem vilja eiga upplyftandi stund með sjálfum sér og taka þátt í að skapa framtíðina.
 
Hvenær: 10. og 17. janúar kl 19-21.
Hvar: Bústaðakirkja – kjallari.
 
Verð með áramótaafslætti fram til 5. janúar:  14.900  (Fullt verð: 16.900)

Skráning: Skráningarskjal

Kennari: Guðrún Darshan

staekkud-2Guðrún Darshan er jógakennari, hómópati og markþjálfi. Hún hefur haldið fjölda námskeiða og rekið stofu undanfarin 25 ár þar sem hún hittir fólk í einkatímum, auk þess að standa fyrir jógakennaranámi. Guðrún hefur tileinkað sér margar mismunandi leiðir sem styrkja einstaklinginn og styðja okkur í að tengja við uppsprettuna sem nærir okkur öll. Guðrún er mikil áhugamanneskja um líf í jafnvægi og galdurinn að lifa og njóta til fulls.

Nánari upplýsingar: andartak@andartak / Guðrún s: 8962396

Umsagnir þátttakenda af fyrra námskeiði:

Ég var afar ánægð með námskeiðið sem var vel undirbúið og skilaði góðum árangri.
Bara örfáar klukkustundir sem hjálpuðu mér að skoða sjálfa mig í aðeins öðru ljósi.
Hallveig Thorlacius

Námskeiðið dýpkaði skuldbindingu mína og tengingu við sjálfa mig og það sem ég hef sett mér sem markmið. Þetta var einmitt það sem mig vantaði.
Hildur M. Jónsdóttir

Ég var ánægð með námskeiðið. Það gaf mér mikla ánægju og gleði og ýtti undir þá ákvörðun mína að fara hugsa betur um sjálfa mig.
Álfheiður Erla Sigurðardóttir.

Námskeiðið er einstaklega gott til þess að fara í gegn um síðasta ár, kveðja það og skoða stöðuna og væntingar til framtíðar. Eitthvað sem ég hefði ekki náð að gera alveg sjálf þó svo ég sé mjög vön að gera það sjálf með huganum. Undirmeðvitundin er búin að stimpla þetta allt betur inn finnst mér. Námskeiðið gaf mér skýrari markmið og losun á gamalli orku í hugleiðslu eða möntru sem ég fór í. Ég var einstaklega ánægð með það.
Melkorka Edda Freysteinsdóttir

Skráning: Skráningarskjal
Nánari upplýsingar: andartak@andartak / Guðrún s: 8962396