Námskeið í Kundalini jóga

KarlmannshendiNámskeiðið hefst mánudaginn 31. marsl og er í sex vikur – til 15. maí (með hléi yfir páskana). Kennt verður mánudaga og fimmtudaga kl 20.30.

Boðið verður upp á kynningartíma fimmtudaginn 27. mars

Farið verður í grunnatriði Kundalini jóga í upphafi fyrir þá sem koma nýir inn og til upprifjunar fyrir hina sem eru vanari.

Lögð verður áhersla á að auka líkamlegan styrk, andlegt jafnvægi og einbeitingu. Farið verður í líkamsstöðu, öndun og styrktaræfingar sem styrkja miðjuna, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess verður farið í grunnatriði hugleiðslu og kenndar mismunandi leiðir til að tengja við dýptina hið innra.

Kennari er Sigmar Jónsson.

Kundalini jóga er mjög eflandi og umbreytandi form af jóga. Æfingarnar byggja á hreyfingu sem gerð er í takti við andardráttinn. Þessi taktfasta hreyfing verður smám saman að hugleiðslu ef hún er endurtekin um stund. Æfingarnar eru mjög fjölbreyttar og miða að því að styrkja likamann og koma jafnvægi á innkirtla-, tauga- og ónæmiskerfi.