Vertu meistari huga þíns

VERTU MEISTARI HUGA ÞÍNS – HUGLEIÐSLUNÁMSKEIÐ

Á námskeiðinu skoðum við hvernig hugleiðsla getur hjálpað okkur að umbreyta gömlum mynstrum innra með okkur og finna hvernig við getum öðlast dýpri tengingu við sálina okkar.  NÁMSKEIÐIÐ ER ÆTLAÐ BÆÐI VÖNUM OG ÓVÖNUM HUGLEIÐENDUM.

NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST í byrjun september. Kennt verður á miðvikudögum kl 20.15

Kennari er Guðrún Darshan

Á þessu námskeiði ætlum við að halda áfram að kafa dýpra inn í kyrrð hjartans og víddir hugans. Hugleiðsla í hóp er yfirleitt mjög öflug og nærandi upplifun. Þeir sem það vilja eru hvattir til að hugleiða líka heima.  Í gegnum reglulega iðkun öðlumst við dýpri tengingu við innra sjálfið okkar, vekjum innsæið og förum að eiga greiðari aðgang að kyrrðinni innra með okkur.

Nánar um námskeiðið:   

  • Mismunandi form af hugleiðslu
  • Öndun – sem orkugjafa, sem leið til að stýra huganum og sem grunnur að skapandi hugsun
  • Jákvæða, neikvæða og hlutlausa hugann
  • Venjur – hvernig við getum haft áhrif á þær.
  • Möntrur og hlutverk þeirra í hugleiðslu.
  • Skoða leiðir til þess að finna þessa djúpu þögn innra með okkur.

í hverjum tíma verður stutt spjall á undan. Svo gerum við teygjur /æfingar til þess að opna fyrir orkuflæðið svo við eigum auðveldara með að sitja í hugleiðslu.  Síðan er hugleiðsla.  Hugleiðsla í Kundalini jóga er oft á einhvern hátt virk: og byggir ýmist á öndun eða einhverjum ákveðnum fókus – sem gerir okkur það mun auðveldara að ná djúpu hugleiðsluástandi – heldur en ef við bara setjumst niður og reynum að finna kyrrð.  Við leggjum mesta áherslu á að upplifa og skynja óendanleikann innra með okkur.

“Gerðu hugleiðslu að list í lífinu. Gerðu hugleiðslu að vísindum lífsins. Af því það er aðeins í gegnum hugleiðslu sem þú þróar innsæi þitt.” Yogi Bhajan

Hugleiðsla styrkir hlutlausa hugann og hreinsar undirvitundina. Í gegnum hugleiðslu þjálfum við okkur í að taka þvi sem að höndum ber af æðruleysi. Með því að hreinsa hugann getum við breytt ósjálfráðum vanaviðbrögðum og þannig valið líðan okkar og lífsviðhorf. Í stað þess að láta hugann stýra þér geturðu orðið meistari huga þíns.

“Hugurinn verður óviðráðanlegur þegar hann fær að ráða. Hugurinn er sem engill þegar hann þjónar þér. Allt veltur á huganum.”

Hugleiðsla í kundalini jóga er mjög aðgengileg fyrir þá sem ekki eru vanir að hugleiða og verður dýpri eftir því sem iðkunin verður fastari í sessi.

Námskeiðið hentar bæði þeim sem eru vanir og óvanir jógaiðkun. Ekki er nauðsynlegt að hafa reynslu af hugleiðslu. Við byrjum á stuttum upphitunaræfingum til að undirbúa hugann undir að hugleiða.

“Hugleiðsla er ekki að stöðva hugann. Heldur að leggja hugann í hendur sálarinnar, og sálina í hendur sannleikans. Þegar þú velur heldur orð Sannleikans fram yfir orð vitsmunanna.” Yogi Bhajan

“Hugleiðsla er þegar hugurinn verður alveg hreinn og móttækilegur og óendanleikinn talar.”

Kennari: Guðrún Darshan