Lífsorka, hamingja og hugleiðsla

LífskrafturKundalini jóga fyrir innri styrk og jafnvægi í daglegu lífi. Fjölbreyttir tímar í kundalini jóga – jóga upplifunar.

Mánudaga og fimmtudaga kl 17.15 í safnaðarheimili Bústaðakirkju (gengið inn neðan við kirkjuna). Val er um að koma einu sinni eða tvisvar í viku.

Jóga, slökun og hugleiðsla.

Við sækjum í viskubrunn Kundalini jóga og innra með okkur sjálfum. Við lærum leiðir til þess að kynda undir lífsorkuna og finna friðsældina innra með okkur mitt í amstri dagsins.

Við hefjum veturinn á að fara vel í grunnatriði kundalini jóga: Öndun og mismunandi form af öndun, rétta líkamsbeitingu, um möntrur og hvernig þær geta gagnast okkur, um hugann og hugleiðslu, handastöður, orkustöðvar og um líkamana tíu.

Við skoðum ýmislegt sem tengist jóga og líka daglegu lífi. Öndun og lífsorka, hugleiðsla til að næra andann, streita og leiðir til að standast álag, möntrur og lífsstíll sem styður okkur í að vera heil og sátt. Við vorum að skoða fyrirgefningu á námskeiðinu fyrir páska – hver veit nema við komum aftur að henni.

Streita er algengasta orsök heilsuvandamála í heimi nútímamannsins. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á að kenna leiðir til að endurnærast og snúa þannig við öldrunaráhrifum streitunnar. Þetta er þín stund þar sem þú kemur og hleður batteríin og styrkir um leið hæfileikann til að standa með þér. Einn af hornsteinum hamingjuríks lífs er að elska sjálfan sig og gefa sér tíma til að vera og njóta – að eiga stundir þar sem við hlúum að okkur sjálfum í öruggu og hvetjandi umhverfi.

Hæfilegt magn af streitu er af hinu góða. Hún gefur okkur skýran fókus og hæfni til að bregðast við. En þegar streitan tekur völdin þá verður lífið svo bragðlaust og hugurinn lokast fyrir möguleikum og fegurð lífsins. Og þá er mjög auðvelt að missa móðinn. Þess vegna er svo mikilvægt að vera með stuðningsnet fyrir hamingjuna.

Sérstök áhersDurgahof1la verður á að skapa notalega stemmningu og hvatningu til þess að nýta sér visku jógafræðanna í daglegu lífi. Þátttakendur fá leiðbeiningar til að koma sér upp daglegri hugleiðslu heima.

Námskeiðið er bæði fyrir vana og óvana

Kennari er Guðrún Darshan

Skráning: Skráningarskjal
Verð: Hægt er að velja um að vera einu sinni eða tvisvar í viku. Tvisvar í viku: 39.000 kr.  Einu sinni í viku: 24.000 kr.

Umsagnir jógaiðkenda:

Ég mæli með þessum tímum hjá Guðrúnu Darshan. Alveg einstök stund í erli lífsins. Góðar æfingar, slökun, hugvekja og djúp reynsla Guðrúnar umlykur allt.
Bettý Gunnarsdóttir, kennari og markþjálfi

Frábært námskeið með frábærum kennara. Er endurnærð eftir tímana og finn hvað þeir styrkja mig á sál og líkama.
Guðríður Pálmarsdóttir

Þetta er það besta sem hægt er að gefa sjálfum sér. Ég er búin að vera að telja sjálfri mér trú um að ég hafi ekki tíma, en finn að ég VERÐ að gefa mér tíma.
Hallveig Thorlacius rithöfundur


Það var sú tíð að ég iðkaði jóga reglulega, en svo liðu mörg ár án þess að ég gerði það. Nú í haust mætti ég aftur í kúndalíni – jóga til Guðrúnar og það var eins og að koma heim úr löngu ferðalagi! Það er ótrúlegt hversu fljótt ég kannaðist við jógaiðkandann mig. Guðrún er einstakur jógakennari, hefur tilfinningu fyrir hópnum og einstaklingum innan hans og hagar dagskránni eftir stöðu hópsins. Ég hvet alla til að skoða þennan möguleika á iðkun hollrar hreyfingar sem er reyndar bæði fyrir líkama og sál. Ekki síst hvet ég þau sem hafa ekki stundað jóga um tíma að mæta nú aftur
Jóhanna Magnúsdóttir garðyrkjufræðingur

Mér finnst ég léttari og hressari í alla staði siðan ég byrjaði að stunda kundalini jóga – og líður betur. Ég er betri í öxlunum og aftan á hálsinum – ég sit mikið við tölvu og stífna upp í herðunum en er miklu betri í skrokknum síðan ég byrjaði í jóga.
Guðbjörg Kjartansdóttir, skjalavörður

Kundalini jóga gefur mér þá orku sem til þarf”
Haraldur Flosi Tryggvason

Nánar um kundalini jóga

• Umbreytandi jóga ef stundað reglulega
• Kröftugar, taktfastar æfingar sem opna orkuflæði
• Styrkjum miðjuna -vitur nafli kennir okkur rétta líkamsbeiting
• Áhersla á að efla hlutlausa hugann og næra hjartað
• Bað fyrir áruna- áran geymir lífsorkuna og þar safnast fyrir ómeltar hugsanir og tilfinningar
• Streitulosun
• Djúp og kröftug öndun fyrir geislandi augu og kyrran huga
• Regluleg iðkun á shunya – núllástandi – heilar og nærir

Kundalini jóga hentar sérstaklega vel fyrir nútímafólk sem verður fyrir áreiti úr öllum áttum. Það er bæði fyrir stirða og liðuga, unga sem aldna og vana jafnt sem óvana jógaiðkendur. Árangurinn er meiri orka, einbeiting, vellíðan og aukin sjálfsvitund.

Meira um námskeiðið

Við ætlum að leggja áherslu á að sleppa því sem við þurfum ekki lengur á að halda og taka á móti nýjum gjöfum. Að skapa rými til að hreinsa, fyrirgefa, sleppa. Og búa til rými fyrir nýja hluti, nýjar víddir, og frið í hjarta. Við skoðum leiðir til að koma jafnvægi milli hugar og hjarta og að rækta með okkur hæfileikann til að hlusta á hjartað.

Orkustöðvarnar: Hvað standa þær fyrir og hvernig getum við komið jafnvægi á þær í gegnum iðkun jóga og hugleiðslu?

Þegar þig skortir visku – andaðu þá.” Guru Nanak

“If you ever want to be right in your life, bring yourself into balance. The joy of life, the happiness of life, is in balance.” –Yogi Bhajan

Her erum við á facebook