Hugleiðsla og núvitund fyrir gleði í daglegu lífi

2275143254_03856c5607Nýtt námskeið. Kennari er Guðrún Darshan

Námskeiðið hefst í september. Fimmtudaga kl 18.45-19.45. Kennt verður í Bústaðakirkju, gengið inn að neðan.

Við ætlum að skoða hvernig við getum eflt gleði í daglegu lífi í gegnum hugleiðslu og núvitund. Tímarnir verða í bland spjall, hugleiðsla, núvitundaræfingar, stund til að skoða hvernig streita birtist okkur í daglegu lífi og hvernig við getum styrkt varnirnar, Áhersla verður lögð á að styðja þátttakendur í að koma sér upp daglegri iðkun hugleiðslu.

Hugleiðsla er tími með okkur sjálfum, til að endurnærast, finna kyrrðina hið innra og hlusta á sálina. Tími til að hlusta, finna aftur taktinn innra með okkur og gefa heiminum fyrir utan frí á meðan. Hún kennir okkur að styrkja hlutlausa hugann svo við getum betur valið viðbrögð okkar og haldið í æðruleysið þegar á móti blæs. Hugleiðsla er eins og að fara í bað, hún hreinsar undirvitundina, beinir athygli okkar inn á við, inn í andartakið og færir okkur frið.

“Fólk lítur yfirleitt á það sem kraftaverk að ganga á vatni eða í loftinu. Ég held að mesta kraftaverkið sé hvorki að ganga á vatni né í loftinu heldur það að ganga á jörðinni. Á hverjum degi erum við þátttakendur í kraftaverki sem við erum ekki einu sinni meðvituð um, blár himinn, hvít ský, græn lauf, svört, forvitin barnsaugu eða þín eigin augu. Allt er kraftaverk.” Thich Nhat Hanh

“Ef einhver kemur og skýtur ör í hjarta þitt, þá gerir það lítið gagn að standa og öskra á þann sem skaut. Það er mun betra að beina athyglinni að þeirri staðreynd að það er ör í hjarta þínu…”  Pema Chödrön

Nánari upplýsingar: andartak@andartak.is

Skráning: Skráningarskjal