Hugleiðsla og Gong

_DSF9008 copy6 vikna námskeið með áherslu á hugleiðslu og slökun hefst miðvikudaginn 26. febrúar. Kennt er einu sinni í viku, miðvikudaga kl 18.50

Við skoðum mismunandi form af hugleiðslu og styrkjum hæfileikann til að kyrra hugann, finna innri styrk og frið í hjarta.

Við förum í ýmis grunnatriði sem snúa að hugleiðslu. Eins og öndun, rétt líkamsstaða, möntrur, handastöður og fleira. Við undirbúum hugleiðsluna með stuttri upphitun og lengjum síðan smátt og smátt tímann í hugleiðslu. Auk þess verður boðið upp á Gong slökun.

Námskeiðið er ætlað bæði fyrir vana og þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í hugleiðsluiðkun. Áhersla verður lögð á að styðja þátttakendur í að koma sér upp daglegri hugleiðslu.

Við kynnum okkur hin fjölbreytilegustu form af hugleiðslu; gönguíhugun, hugleiðslu sem byggir á öndun og eða möntru, hugleiðslu með hreyfingu, hugleiðslu sem heilun og sem meðal við ýmsum vandamálum sem manneskjan glímir við.

Fyrir flesta getur verið erfitt að setjast niður og kyrra hugann. Huganum er stundum líkt við apa sem er aldrei kyrr. Hugleiðsla í kundalini jóga er mjög aðgengileg, bæði fyrir vana og óvana og hefur djúp áhrif á iðkandann.

Við kynnumst líka Gong slökun sem er einstök upplifun og skapar djúpa slökun í huganum, hjálpar honum að finna jafnvægi og leysir hann undan stöðugu flæði hugsana. Gong losar um hindranir í líkama og huga, kemur jafnvægi á orkustöðvarnar og styrkir áruna.

Verð: 18.000 (innifalið kennsla og kennslugögn)

Skráning: Skráningarskjal

Hugleiðsla er tími með okkur sjálfum, til að endurnærast, finna kyrrðina hið innra og hlusta á sálina. Tími til að hlusta, finna aftur taktinn innra með okkur og gefa heiminum fyrir utan frí á meðan. Hún kennir okkur að styrkja hlutlausa hugann svo við getum betur valið viðbrögð okkar og haldið í æðruleysið þegar á móti blæs. Hugleiðsla er eins og að fara í bað, hún hreinsar undirvitundina, beinir athygli okkar inn á við, inn í andartakið og færir okkur frið.

“Fólk lítur yfirleitt á það sem kraftaverk að ganga á vatni eða í loftinu. Ég held að mesta kraftaverkið sé hvorki að ganga á vatni né í loftinu heldur það að ganga á jörðinni. Á hverjum degi erum við þátttakendur í kraftaverki sem við erum ekki einu sinni meðvituð um, blár himinn, hvít ský, græn lauf, svört, forvitin barnsaugu eða þín eigin augu. Allt er kraftaverk.” Thich Nhat Hanh

“Ef einhver kemur og skýtur ör í hjarta þitt, þá gerir það lítið gagn að standa og öskra á þann sem skaut. Það er mun betra að beina athyglinni að þeirri staðreynd að það er ör í hjarta þínu…”  Pema Chödrön