Hressandi hádegisjóga

Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 12.05

Endurnærandi hádegistímar. Jóga í hádeginu er góð leið til að brjóta upp daginn, slaka á og auka einbeitinguna. Hægt er að fá sérstök kort í hádegistíma á hagstæðu verði.

Æfingarnar eru markvissar og auka súrefnisupptöku og blóðflæði, styrkja bæði tauga-, innkirtla- og ónæmiskerfið og draga úr streituhormónum eins og adrenalíni og kortisól. Hver tími byggir á öndunaræfingum, kröftugum æfingum fyrir líkamann, hugleiðslu og slökun. Árangurinn er aukin orka, vellíðan og einbeiting. Og hækkuð sjálfsvitund.

Kennari: Guðrún Ingibjörg Hálfdánardóttir

“If you want to be sane, you have to do two things every day:
Sweat and laugh” Yogi Bhajan