Matur sem meðal

Jógafræðin kenna okkur að maturinn geti verið meðal – bæði fyrir líkama og sál. Þeir sem stunda jóga þekkja það hvernig jógaiðkun fer smám saman að smitast út í daglegt líf svo við förum að sækja meira í það sem gefur okkur vellíðan.

Ayurveda, systurvísindi jógafræðanna eru mjög heillandi heimur sem kennir okkur að lifa í takti við okkar eigin innra eðli. Þau kenna okkur að fylgja árstíðunum og daglegum rytma – og að hlusta á líkamann. Við eigum það stundum til að borða með huganum og týna sambandinu við líkamann. Eftir því sem við öðlumst betra samband við hvað við þurfum þá fer hugurinn að fylgja með og við förum að sækja í það sem er gott fyrir okkur.

Bragðtegundirnar sex: Eitt af því sem ayurvedafræðin kenna okkur er að nota bragð sem meðal. Þegar bragð er notað í réttum hlutföllum hvert um sig og saman – þá hefur það jafnvægisgefandi áhrif á líkamann. Bragðtegundirnar eru sex: Sætt, súrt, salt, sterkt, beiskt og samanherpandi. Mismunandi hópar af bragðlaukum á tungunni skynja bragð og senda skilaboð til heilans.  Þaðan fara út skilaboð sem ekki bara hafa bein áhrif á meltinguna heldur hefur líka áhrif á allar “líkamsgerðirnar”* og allar frumur líkamans, vefi, líffæri og líffærakerfi. Lesa meira

Um helgina gefst tækifæri til að kynnast visku ayurveda, læra að elda næringarríkan mat og hlusta á visku líkamans.  Helgarnámskeið um Ayurveda og jóga – Líkamsgerðin þín og jóga, mataræði og daglegur rytmi, helgina 12.-14. apríl. Ayurveda hefur verið þýtt vísindin um verundina. Það kennir okkur að lifa í takti við okkur sjálf og við árstíðirnar. Lesa meira hér

Í næstu viku hefst námskeiðið “Vorgleði”. Vorið er mjög hentugur tími til að hreinsa líkamann og hugann – og sleppa því sem við þurfum ekki á að halda lengur. Við ætlum að skoða mataræði og daglegan rytma. Kundalini jóga er góð leið til að vinna úr því gamla- að losa um stíflur og hleypa orkuflæðinu af stað eins og vatni í vorleysingum. Lesa meira hér

Matarveisla í Andartaki. Heilsukokkurinn frá Argentínu, Hernan Diego Heredia ætlar að slá til matarveislu fyrir vini Andartaks mánudaginn 15. apríl kl 19.00. Boðið verður upp á 3ja rétta heilsumáltíð. Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku. Lesa meira. Hægt er að mæta í tímann á undan sem hefst kl hálfsex og fá þannig endurnæringu á líkama og sál.

Mindfulness – núvitund gegn streitu með Ásdísi Olsen. Hugarró og vellíðan í staðinn fyrir áhyggjur og streitu  8 vikna námskeið (MBSR – Mindfulness Based Stress Reduction Program).  Morguntímar þriðjudaga kl 9.30-11.30.

Kundalini jóga hefur notið vaxandi vinsælda á Íslandi undanfarin ár eins og víða í heiminum. Þetta er mjög fljótvirkt, eflandi og umbreytandi form af jóga og hentar vel til að vinna gegn streitu og álagi.

Comments are closed.