Lífsorkujóga Vorgleði

Jóga fyrir lífsgleði, styrk og jafnvægi í daglegu lífi. Öndun, hreyfing, teygjur, styrktaræfingar, streitulosun. 

Tökum á móti vorinu með gleði og léttleika að leiðarljósi. Mataræði og nærandi venjur fyrir vorið. Hverju getum við sleppt og hvað getum við fyrirgefið? Jóga getur opnað fyrir flæði lífsorkunnar og um leið fyrir gleðina sem er okkur svo eðlislæg.
 
Æfingar sem endurnæra, byggja upp lífsorku og auka heilbrigði á huga líkama og sál. Í hverjum tíma förum við í jóga, góða slökun og endum tímann á hugleiðslu. Þátttakendur fá stuðning við að hugleiða heima ef þeir vilja.

Mánudaga kl 17.15-18.35. Fyrsti tíminn verður á Zoom. Og síðan getum við vonandi fært okkur inn í Bústaðakirkju og einnig verður hægt að vera með í gegnum netið áfram. Við byrjum 12. apríl og verðum út maí.

Skráning: Skráningarskjal
Verð:
11.000 út maí
Kennari: Guðrún Darshan

Vorið er hentugur tími til að hreinsa líkamann og sleppa því sem við þurfum ekki á að halda lengur. Við ætlum að skoða leiðir til að bæta líðan okkar í daglegu lífi og hvernig mataræði og daglegur rytmi getur stutt okkur í að velja það sem nærir okkur og eflir. Við skoðum líka hvernig tilfinningar okkar geta safnast upp í líkamanum og hvernig jóga getur hjálpað okkur að vinna úr því gamla – að losa um stíflur og hleypa orkuflæðinu af stað eins og vatni í vorleysingum.