Í kennaranáminu höfum við haft þann háttinn á að hjálpast að með hin ýmsu verkefni á kennsluhelgunum til að létta undir og gera helgina ánægjulegri fyrir kennara og samnemendur. Hefð er fyrir slíku í jóga og er það kallað Seva. Seva merkir óeigingjörn þjónusta og á við um vinnu sem unnin er af hendi án þess að fá greitt fyrir. Seva er þjónusta við aðra í samfélaginu og fléttast saman við samkennd og að bera velferð annarra fyrir brjósti. Á sama tíma bætir þú einnig velferð þína þar sem okkur líður oft betur sjálfum þegar við leggjum öðrum lið.
Við skiptum kennsludögunum á milli hópa þannig að hver hópur tekur að sér seva verkefnin í alls 4 daga í kennaranáminu. Þetta eru ekki stór verkefni og ættu ekki að taka langan tíma ef hóparnir skipta með sér verkum og ef allir hópnum hjálpast að. Verkefni seva hópanna eru eftirfarandi:
- Sjá um að alltaf sé vatn og te á boðstólnum. Huga sérstaklega að því fyrir hlé.
- Skera niður ávexti og setja hnetur og rúsínur í skálar fyrir hlé (Guðrún sér um að kaupa það)
- Sjá um að eldhúsið sé snyrtilegt, setja í uppþvottavél, þurrka af borðum og slíkt eftir þörfum. Reyna að hafa hrein glös og bolla tiltæk fyrir hlé.
- Aðstoða við hádegismatinn, við frágang og slíkt. Aðstoða við undirbúning á framsetningu á hádegisverði ef á þarf aða halda og sjá um frágang eftir mat, uppvask og annað tilheyrandi. Og sjá um uppvask í lok dags eftir þörfum.
- Koma með morgunmat fyrir alla um morguninn sem borðaður er eftir Sadhana kl. 8. Það er t.d. sniðugt og ódýrt að útbúa hafragraut. Það er enginn pottur á staðnum. Ef þið eigið ekki pott getið þið látið vita. Það eru skálar og skeiðar á staðnum. Það hefur reynst vel áður. Staðgóður morgunmatur. Annars er hópnum frjálst að bjóða upp á það sem hann vill sína helgi. Ef boðið er upp á graut er gott að hafa brauð, hrökkbrauð eða annað að auki fyrir þá sem borða hann ekki.
- Sjá um að salurinn sé snyrtilegur og aðstoða við frágang í sal eftir kennsluhelgi.
- Sjá um að salernin séu snyrtileg og að nóg sé af öllu eins og klósettpappír, sápu og hrein handklæði.
- Kveikja á kertum og fylgist með að þau logi allan daginn.
- Einn sér um þarfir kennarans, te og annað sem hann gæti óskað eftir.
Í þessu samhengi langar okkur að vitna í þessi orð Yogi Bhajan:
“Þjónusta gefur okkur ást og vináttu, sjálfsagi skapar þokka og sjáfsvirðingu og hlutlausi hugurinn færir okkur visku“. Þetta eru reglur lífsins – Yogi Bhajan
Hópaskipting:
Fyrsti hópur í Seva á laugardaginn kemur er EK og ONG sér um sunnudaginn.