Kvennabúðir – ég er kona

Dev suroopEndurnærandi kvennajógahelgi 22. – 25. nóv 2013 í Sólheimum í Grímsnesi.

Nánar hér

I am a woman
Creative,sacred,invincible
Women´s camp with Dev Suroop Kaur

Gerðu minna og vertu meira
Efldu innsæi þitt og sjálfsöryggi í gegnum hugleiðslu og jóga!

Kvennabúðir – samvera og viskubrunnur kvenna.

Kvennabúðirnar eru haldnar í annað skipti hér á landi og eru árlegur viðburður víða í heiminum. Kvennabúðirnar eru vetvangur fyrir konur til að koma saman og dýpka skilning sinn á því hvað það er að vera kona og til að styrkja konuna í okkur. Öll vinna við kvennabúðirnar er unnin í sjálfboðavinnu.

Konur eru að eðlisfari með mjög sterkt innsæi og næmni. Mun meira en karlar – en um leið sveiflumst við meira en þeir og þess vegna er jóga svo gagnlegt fyrir konur. Í gegnum jóga lærum við að lifa betur með sveiflugjörnu eðli okkar og gefa innsæinu færi á að blómstra. Íslenskar konur eru mjög sterkar og kraftmiklar – en hafa tilhneigingu til að GERA of mikið og VERA minna.  Ef við lærum að snúa þessu við og lifa meira í takti við okkar innri náttúru þá verðum við bæði hamingjusamari og höfum meira að gefa fjölskyldu og samfélagi.

Kundalini jóga er afar ríkt af tækjum til að taka heilsu okkar og líðan í eigin hendur.  Það er mjög fjölbreytilegt og heildstætt form af jóga.  Og endurnærir bæði líkama og sál.
Kvennabúðirnar eru tækifæri til að komast burtu frá amstri dagsins, hlaða batteríin í fallegu umhverfi, borða hollan og góðan mat og læra hvað það er að vera KONA – HEILBRIGÐ, HUGRÖKK OG HAMINGJUSÖM

Kennari verður hin magnaða Dev Suroop Kaur en hún stundaði kundalini jóga undir handleiðslu Yogi Bhajans og hefur hún einstakt lag á því að kenna öðrum að nálgast fegurðina og kraftinn sem býr í röddinni. Hún notfærir sér list hljóðsins til þess að heila og umbreyta.  Dev Suroop er jafnframt virtur tónlistarmaður sem hefur gefið út fjölda geisladiska sem njóta vinsælda í kundalini heiminum.  Meira um Dev Suroop á: www.devsuroopkaur.com.

Meginþættir kvennabúðanna:
• Að skapa frið hið innra, á heimili, í samböndum og í samfélaginu.
• Að uppgötva hæfileika konunnar til að skapa sinn eigin veruleika
• Meðvituð, áhrifarík samskipti við sjálfa þig og við fólkið í lífi þínu
• Að umfaðma kvenleikann og geta sleppt, án þess þó að tapa styrk þínum.
• Að finna tilgang í lífinu með því að virkja sköpunarkraftinn
• Að upplifa kraftinn sem býr í möntrum og hvernig þær geta umbreytt lífi okkar.
• Að tengja við óendanleikann innra með þér.
Kjörið tækifæri fyrir konur til þess að koma saman án dóma og ytri truflana, slaka á og hlæja.  Dýpka eigin vitund, taka stefnuna upp á nýtt og hlaða batteríin.

Skráning á gudrun@andartak.is eða í síma 896-2396.

Never trust that there is a limit to your compassion. Never trust that there is a limit to your kindness. Never trust that there is a limit to your capacity.”  Yogi Bhajan