Yogi Bhajan

Yogi Bhajan kom til Bandaríkjanna árið 1969 með yfirlýst markmið: “Ég hef komið til að skapa kennara, ekki til að safna lærisveinum.” Hann hóf síðan að ferðast um allan heim og kenna Kundalini jóga, jóga meðvitundar. Árið 1969 stofnaði Yogi Bhajan 3HO – Samtökin Hamingja, heilbrigði og helgi. Nafnið vísar til þeirrar lífsreglu sem hann hefur lagt megináherslu á; “Hamingja er fæðingarréttur þinn”.

Yogi Bhajan fæddist á Indlandi í ágúst 1929 og fékk nafnið Harbhajan Singh Puri. Hann lærði sem ungur drengur af afa sínum sem var mjög andlegur maður. Átta ára gamall var hann sendur til að læra með miklum meistara, Sant Hazara Singh og undir handleiðslu hans varð hann meistari í Kundaalini jóga, aðeins16 ára gamall. Árið 1947, þegar verið var að skipta Indlandi, þurfti að rýma þorpið sem hann bjó í vegna þess að það átti að innlima það í Pakistan. Hann var þá enn unglingur, en leiðtogahæfileikar hans voru þegar komnir í ljós. Hann fékk það hlutverk að leiða meira en þúsund manns í gegnum óeirðir og stríðsástand og á öruggan stað á Norður-Indlandi. Sem ungur maður við Háskólann í Punjab vann Yogi Bhajan til verðlauna í kappræðum, vann sigra sem íþróttamaður, tók meistaragráðu í hagfræði og hélt áfram að stunda jóga. Hann gegndi herþjónustu sem vöruflutningastjóri og vann síðan hjá indverska skatt- og tollstjóraembættinu þar til hann kom til vesturlanda. Yogi Bhajan giftist Bibi Inderjit Kaur, árið 1953. Þau eignuðust þrjú börn, fædd á Indlandi og fimm barnabörn sem fæddust öll í Bandaríkjunum.
Yogi Bhajan kenndi breiðum hópi fólks í 35 ár og kennsluefnið var allt frá sálfræði til matreiðslu, frá ayurveda til hugleiðslu, frá mannspeki til “jóga hljóðsins”. Það sem hann kenndi nemendum sínum, heldur áfram að heilla og hrífa sífellt stækkandi hóp manna úr ólíkum hópum samfélagsins sem eiga það sameiginlegt að leita æðri sannleika.
Eitt af einkunnarorðum hans var: Það sem skiptir höfuðmáli er ekki það hvernig við lifum lífinu heldur það hugrekki sem við mætum lífinu með.”
Árið 1974 stofnaði hann Alþjóðleg samtök kundalini jógakennara – IKYTA til þess að skilaboð hans mættu ná til fleira fólks. Hann stofnaði einnig “Rannsóknarmiðstöð kundalini fræðanna” – “Kundalini research institute”, (KRI) til að varðveita kennslufræði sín, sem hann vissi að væru á undan hans samtíma.
Yogi Bhajan dó í október 2004 en það sem hann kenndi heldur áfram að vera eitt af leiðarljósum Vatnsberaaldarinnar.
Hægt er að lesa meira um Yogi Bhajan á www.3ho.org