Sadhana

Sadhana er morguniðkun jóga, byrjar yfirleitt kl. 5.30.  Aðgangur í sadhana er ókeypis og öllum opinn. Við förum í sadhana til að hreinsa undirvitundina og styrkja sambandið við sálina.  Til að minna okkur á hver við erum og til að styðja hvert annað.  Undirvitundin stýrir 60% af gerðum okkar.

Í sadhana leyfum við ómeðvituðum tilfinningum að koma upp og tökumst á við þær með aðstoð möntru og hlutlausum huga.  Þannig hreinsum við undirvitundina og hugurinn fer að skynja ljós vitundarinnar.  Við getum gert okkar eigið sadhana heima en ef við iðkum saman í hóp þá verða áhrifin margföld.

Tímar:

5.40-6.00 Lesið upp úr Japji (söngur sálarinnar)

6.00-7.00 Kundalini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan

7.00-8.00 Hugleiðsla (sungin)

“Why do we get up for morning sadhana? Because we have to face the whole day, and we cannot face the day without a constant level of energy. People love you for three things only: wisdom, commitment, and consistency.” Yogi Bhajan